19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 22

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 22
Barnaskapur ... ? „Já, það er undarlegt þetta með minnið", sagði hún, „sumt af því, sem ég man greinilegast frá yngri árum mínum, hefur í rauninni ekki staðið í neinu sambandi við æviferil minn. Aftur á móti á ég oft fullt í fangi með að rifja upp ýmislegt, sem á sínum tíma olli straumhvörfum í lífi mínu. Það er að segja, ytri atvik þess“. Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni, sem fám dögum áður hafði átt sextíu og fimm ára afmæli. Hún var enn mjög ern og óvenjulega skýr í hugs- un og minnisgóð, þrátt fyrir áralangt stríð við heilsuleysi og sjúkdóma, hafði jafnvel fengið það sem kallað er í daglegu tali „slag“. Þá hafði hún legið mánuðum saman ósjálfbjarga í rúminu. Síð- an voru liðin nokkur ár, og nú sá hún að mestu leyti um sig sjálf, en þó í skjóli barna sinna. Hún gekk um í stofunni, og á milli stofu og eldhúss, staflaus, að vísu fremur hægt, en að því er virtist örugg í spori og hiklaus. Hún hafði verið að búa til kaffi handa okkur og bera það inn. Nú sátum við yfir kaffinu og spjölluðum saman og hún sagði mér frá ýmsu, sem á daga hennar hafði drifið. „Já, þetta kannast ég við“, sagði ég. „Stundum geymast í minni mínu ljóslifandi myndir af löngu liðnum atvikum, án alls samhengis, eins og úr lausu lofti gripnar". „Mikil ósköp, ég held maður kannist nú við það. En þetta, sem ég átti við áðan, var ekki þann- ig. Það átti sér svo sem nógu djúpar rætur, en það skildi ekki eftir nein sýnileg spor í mínum ytri æviferli. Það er annars bezt, að ég segi þér frá því. Nú er ég orðin svo gömul, að ég er hætt að skammast mín fyrir það. En fyrst á eftir og raunar allt fram á síðustu ár blygðast ég mín svo mikið fyrir barnaskap minn, að hvað sem í boði hefði verið, hefði ég engum sagt það, jafnvel ekki mann- inum minum. Ég var, og er, sannfærð um, að allir, hann líka, hefðu hlegið að mér. Annars hef ég aldrei verið neitt sérlega spéhrædd, en um þetta gegndi öðru máli. Á einhvern undarlegan hátt var minningin um þetta glaðvakandi einhvers staðar undirniðri í vitund minni árum saman, líkt og opið sár, sem, þótt ekki blæði úr því, virðist ekki geta gróið. Sennilega hlærð þú líka að mér, en nú finn ég ekki lengur fyrír þessu eins og sári. Nú er það aðeins Ijóslifandi minning. Þetta var veturinn 1939—40, svo að þú sérð, að ég get ekki afsakað mig með þvi, að ég hafi verið svo ung og óreynd, eins og algengt er að gera, ef menn í ellinni játa á sig einhvern gamlan < barnaskap. Þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst, var ég á fermingaraldri. Mér er sá tími, styrjaldar- árin, enn í fersku minni. Allar þær hörmungar, sem þá dundu yfir, höfðu mjög sterk og varanleg áhrif á mig. Þó að fréttir bærust ekki daglega og oft á dag, eins og nú, bárust þær samt. Skip létu úr höfn á íslandi, farþega- og flutningaskip, sem þrátt fyrir hætturnar, reyndu að halda upp sam- göngum við landið. Að nokkrum dögum liðnum fréttist, að þau hefðu verið skotin niður. önnur voru væntanleg hingað, en lentu á hafsbotni, í stað þess að komast á ákvörðunarstað. Og allar þær ógnir, sem fólkið í sjálfum styrjaldaríöndunum varð að þola, menn, konur og börn! Hungur og allsleysi, kulda og sjúkdóma, limlestingar og kvala- <! fullan dauða, missi fleiri eða færri ættingja og vina, svo að stór landsvæði voru í rauninni eins og flakandi sár. Allt þetta orkaði mjög sterkt á mig. — Og svo vopnahlésdagurinn 11. nóvember 1918. — - Hann verður mér ógleymanlegur. — Ótrúlega margt fólk víðsvegar um heiminn, þar á meðal ég, var svo barnalegt að halda, að með lionum hefði verið bundinn endi á blóðugar styrj- aldir. Við, þessir kjánar, héldum, að valdhafarnir 20 19. JÚNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.