19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 13
bótar, kr. 2537,00 á mánuði samkv. sömu vísitölu. 2) Þegar ekkjubótum sleppir á hver sú kona, sem orðin er 50 ára eða eldri, þegar eigin- maður hennar fellur frá, eða verður orðin 50 ára áður en yngsta barn þeirra verður 16 ára, rétt til ekkjulífeyris. — Ekkja, sem er 50 ára við lát eiginmanns, fær nú kr. 597,00 á mánuði samkv. marz-vísitölu þ. á. Þessi upphæð breytist aðeins til samræmis við breytingar á vísitölu, unz ellilifeyrir tekur við. Ekkja, sem er 51 árs við lát eiginmanns, fær kr. 716,00 á mánuði samkv. sömu vísi- tölu. Því eldri sem ekkjan er við lát eigin- manns, þeim mun hærri verður ekkjulífeyr- irinn, en þó aldrei hærri en ellilífeyrir. 3) Auk þess fá þær mæðralaun. Ef þær eiga 1 barn undir 16 ára aldri, fá þær kr. 220.00 á mánuði; ef börnin eru tvö, kr. 1184,00 á mánuði, og séu þau 3 eða fleiri, er upphæðin kr. 2389,00 á mánuði, allt samkv. marz-vísi- tölu þ. á. Ógiftar mæður, með barn eða börn innan 16 ára aldurs á framfræi, eiga rétt á ekkju- lífeyri eftir sömu reglum og ekkjur, ef þær eru orðnar 50 ára eða eldri, þegar yngsta barnið verður 16 ára. Samkvæmt heimild í lögum frá 1. jan. 1964 má úrskurða ekkju greiðslu ekkjulífeyris við 50 ára aldur, þótt hún hafi ekki verið orðin 50 ára, þegar maður hennar lézt. Allar upphæðir, sem nefndar eru i þessu yfirliti yfir bætur til ekkna, miðast við marz- vísitölu þ. á. og breytast til samræmis við gild- andi visitölu hverju sinni. Ef ekkja giftist aftur, falla mæðralaun og ekkjulífeyrir niður, en barnalífeyrir helzt óbreyttur unz hann fellur niður, þegar barn- ið hefur náð 16 ára aldri. — Fær ekkill og börn hans sams konar bœíur frá Almannatryggingunum vi<5 lát eiginkonu, eins og ekkja og börn hennar viS lát eiginmanns? Ekkill á ekki lögákveðinn rétt til lífeyris með börnum á framfæri sínu, en Tryggingastofnuninni er heimilt að greiða ekklum barnalífeyri, ef ástæð- ur þykja til. Ekkill fær sjálfur engar bætur hlið- stæðar ekkjulífeyri eða öðrum ekkjubótum. Allar þær bætur Alm.trygginganna sænsku, sem getið er hér að framan, greiðast án tillits til annarra tekna bótaþegans og eru vísitölutryggðar. Ef bótaþegi á rétt á öðrum föstum, varanlegum bótum frá annarri lögboðinni tryggingu, lækkar lífeyrir Alm.trygginganna eftir ákveðnum reglum. Sérstakar reglur gilda og um lífeyrisgreiðslur til þeirra, sem dvelja á opinberum sjúkrahúsum eða hælum. Auk þeirra bóta, sem að framan getur og Alm.- tryggingunum sænsku er skylt að inna af hendi, gera lögin ráð fyrir, að sveitarfélögin geti hvert fyrir sig ákveðið að greiða eins konar staðarupp- bætur. Ennfremur er heimilt að greiða marghátt- aðar uppbætur og styrki, þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Koma þar helzt til greina ýmis konar uppbætur og aðstoð til öryrkja og annarra lifeyrisþega, sem eru ósjálfbjarga, einmana og hjálparvana, svo sem makabætur og barnastyrkir. Sveitarfélögin greiða mestan hluta staðaruppbótar- innar og taka þátt í öðrum uppbótargreiðslum. Þau ákveða í samráði við Alm.tryggingarnar, bvort styrkur skuli veittur og hve hár. Staðaruppbætur eru langhæstar í Stockhólmi og geta þar numið allt að 2400 s. kr. á ári fyrir hjón. Heimildir þessar eru nánast sambærilegar við heimildir 21. gr. Almannatryggingalaganna hér á landi. Fjölskyldubætur greiðast í báðum löndunum (Islandi og Svíþjóð) úr ríkissjóði og eru ekki tald ar hér með. — Á hvern hátt er afláS tekna til aS mœta út- gjöldum Alm.trygginganna í þessum tveim lönd- um, íslandi og SvíþjöS? Á íslandi greiða hinir tryggðu 32%, ríkissjóður 36%, sveitarfélög 18% og atvinnurekendur 14%. I Svíþjóð greiða hinir tryggðu 29%, ríkissjóður 55,5%, sveitarfélög 15,5%, en atvinnurekendur ekkert. — HvaS viljiS þér svo segja okkur um hin al- mennu eftirlaun, sem þegar eru komin til fram- kvæmda í SvíþjöS? Eftirlaunatryggingin í Svíþjóð er af allt öðrum toga spunnin en Alm.tryggingarnar. Rétturinn til eftirlauna er ekki jafn og upphæð þeirra ekki hin sama fyrir alla. Ríkið, sveitarfélögin og launþeg- ar greiða ekkert til eftirlaunatryggingarinnar. At- vinnurekendur (einkafyrirtæki og opinberir aðil- ar) bera öll útgjöld hennar með sérstökum ið- gjaldagreiðslum vegna starfsfólks síns. Rétt til eft- irlauna fá þeir einir, sem með vinnu sinni hafa Frh. á bls. 24. 19. JÍTNl 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.