19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 38
fannst hún ekki eins voðaleg og af var látið. Frá ánni hélt ég heim að læknissetrinu, en Janus sneri til baka. Hann lagði ríkt á við mig að bíða á bakkanum, þangað til hann kæmi að sækja mig, eins og húsbóndi hans hafði sagt honum, og að ein yfir ána mætti ég ekki fara, það væri ekkert vit í því, og varð ég að lofa því. Er ég kom heim á læknissetrið, var læknirinn ekki heima, hann var i sjúkravitjun, og mátti ég bíða hans fram undir miðaftan, þá kom hann og gaf mér tilskilin vottorð. Er ég fór, fylgdi hann mér út fyrir túngarðinn, og sagði mér, hvaða leið ég skyldi fara. Ég spurði hann, hvort hann héldi ekki, að mér væri óhætt að ríða ein yfir Hvítá á Langholtsvaðinu, þar sem ég hafði komið áður um daginn, ég hefði sett vel á mig leiðina, sem við Jan- us höfðum farið suðuryfir. „Þá hlýtur þér að vera óhætt norðuryfir,“ sagði liann og hló við. Hann kvaddi mig svo við hliðið, en leit eitthvað undar- lega á mig, um leið og hann fékk mér tauminn, þagði andartak, en kallaði svo á eftir mér, um leið og ég reið af stað: „En dreptu þig ekki í ánni, stelpa litla. — Dreptu þig ekki í ánni,“ og hann kallaði bæði nöfnin mín. „Dreptu þig ekki í ánni,“ heyrði ég meðan hann var í kallfæri við mig, unz hófaskellirnir við steinana í götunni yfirgnæfðu köll hans. Þetta var hinn mikilhæfi og ágæti lækn- ir, Jón Blöndal í Stafholtsey. Hann drukknaði nokkrum árum seinna, er hann reið niður um ís á Hvitá í Borgarfirði. Baldur fór nú á renniskeiði með mig út að ánni. Ég sá glöggt slörkin niður af bakkanum, þar sem vaðið var, og reið hiklaust út í straumþungt jökul- fljótið, en ég gætti þess ekki að halda nógu þétt í tauminn og beina hestinum upp í móti, eins og mér hafði verið kennt, er ég reið yfir vatnsföll. Það skipti heldur engum togum, að er mér varð litið niður eftir ánni, sá ég, að hestinn hrakti und- an straumnum, svo að nokkrum föðmum neðar var hvítfyssandi hringiða. Og nú komu mér í hug orð læknisins: „Dreptu þig ekki í ánni“ hvein í eyrum mér og ég varð alvarlega skelkuð, því í sama bili varð mér ljóst, að ég var í bráðri lífs- hættu. Lagðist ég þá fram á makka hestsins, tók hægri hendi i tauminn og stefndi honum næst- um beint upp í strauminn. Ég lagði mig alla fram að halda honum örugglega uppi, svo að hann síður hrasaði á grýttum árbotninum. Það var eins og hesturinn skildi, hvemig komið var, og hann neytti nú allrar orku til að berjast móti þungum straumnum. Og enn heyrði ég viðvörun Jóns Blöndals: „Dreptu þig ekki í ánni.“ Einhvem veg- inn fannst mér nú hestinum miða upp á við, þeg- ar straumþunginn skall á brjósti hans og hálsi, en ekki á síðu, eins og áður, svo hann lá ekki eins flatur fyrir. Ég veit ekki, hversu lengi hann barð- ist milli tvísýnu lífs og dauða. Ég reyndi að hugsa * ekki og leit hvorki til hægri né vinstri, skelfingu lostin reyndi ég aðeins að halda jafnvægi og gæta taumhaldsins. Loks fann ég, að hann náði grynn- ingunum og var kominn upp á vaðið með yfir- náttúrlegum viljakrafti. En nötrandi og skjálfandi vorum við bæði, er hann komst upp á eyrina í miðri ánni. Ég strauk honum snöggvast um háls og makka og fann þá, að hann titraði. Svo var lagt út i norðurkvíslina, sem var nokkru breiðari, en þeim megin var straumléttara og grynnra. Upp kleif Baldur svo bakkann og tók sprettinn á shkri ferð heim að Neðra-Nesi, að ég átti fullt í fangi með að sitja hann í söðlinum. Uti á hlaðinu stóð Þorbjöm bóndi og heimilis- fólk hans, svo og Janus, sá er fylgt hafði mér fyrr um daginn. Hélt hann í tauminn á tygjuðum hecti sínum. Sá ég strax, að fólkið var þungbúið á svip. Sjálf var ég riðandi á fótunum eins og gamal- menni, er ég sté af baki og heilsaði bóndanum, en hann sagði alvarlegur í bragði: „Þetta áttir þú ekki að gera. Þú áttir að koma á bakkann, eins og þú lofaði, og Janus var altilbúinn að sækja þig.“ Svo bætti hann við: „En nú fylgir hann þér alla leið heim til þín.“ Ég varð niðurlút og stundi vandræðalega: „Ég vildi ekki ónáða ykkur, því ég vissi að þið voruð í þeyþurrki.“ Þorbjörn í Neðra-Nesi var mesti öðlingur. Hann brosti góðlega og sagði: „Við teljum ekki eftir okkur ónæði, en þú fórst ekki á réttum stað út í ána, og við stóðum með öndina í hálsinum allan tímann og vissum ekki hvað verða vildi, fyrr en við sáum þig riða í loft- köstum ofan bakkann hérna megin. En svo hef- ur þú ekki gætt þess, að áin hefur vaxið í dag í hitanum. En komdu nú inn. Móti mér lagði rjiik- andi súkkulaðiilm, er ég kom inn í stofuna, og meðan ég hámaði í mig sætabrauð og súkkulaði, fékk Baldur að bíta í varpanum. Kvaddi ég svo þetta góða fólk og áfram skyldi ferðinni haldið. Var Janus fylgdarmaður minn. Ég þurfti að koma við hjá prestinum, séra ló- hanni Þorsteinssyni í Stafholti, og fá þar vottorð. 36 19. JÚN'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.