19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 19

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 19
gefið sig að þeim eingöngu. Sú, sem getur biiið til vel gerða handunna muni eða hefur komizt upp á að nota saumavél, mun geta gert enn betur, ef hún getur varið mestum hluta tíma síns til slíkrar vinnu. Stúlkur, sem hafa hæfileika til að hjúkra, annast börn eða kenna, geta sótt skóla og æfinga- kennslu, og þegar viðskipti þróast og peninga- tekjurnar aukast, geta þær tekizt á hendur laun- uð störf fyrir byggðarlag sitt. Það er slík verka- skipting, en ekki áskoranir um að taka að sér — án sérþekkingar — ólaunuð störf í þágu almenn- ings, sem að lokum mun bæta lífskjör fólksins. Indverskir rithöfundar, sem skrifa um áætlanir á sviði félagslegra framfara, leggja síendurtekna áherzlu á þetta atriði. Hinn gáfaði forseti Tanz- aníu hefur hugsað sér starfsæfingastöðvar fyrir landbúnaðinn fremur í formi fjöltækniskóla, þar sem fólk getur fullkomnað kunnáttu sína í ýms- um starfsgreinum, heldur en sem stofnanir, þar sem aðal-áherzla sé lögð á aukin afköst við al- menn landbúnaðarstörf. Það er auðvelt að lýsa á bjartsýnan hátt sögu efnahagslegra framfara, sem þróast stig af stigi og leiða örugglega til betri lifskjara. Hitt er miklu erfiðara, að finna úrræði til að hraða þeirri þró- un. Áfangar, sem þegar er náð og miklar vonir um framfarir eru við tengdar, eru kvennasamtök- in og tækifærin til gagnkvæmrar aðstoðar við nám, kaup og sölu, sem þau veita, æfingarstöðvar land- búnaðarins, þar sem konur geta (stundum með styrk frá Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna, UNICEF) stundað nám í framleiðslustörfum, nær- ingarefnafræði, kaupum og sölu, heimilishjúkrun o. s. frv. (Námsgreinarnar miðast oft við það, hvern unnt er að fá til kennslunnar). Ennfremur í heimilishagfræði, sem oft stefnir að endurbótum á heimilishaldi, en einnig getur orðið sérhæfing til að gegna launuðu starfi. Tækifæri til að ferðast til annarra landa með námsstyrkjum, sækja skóla eða námskeið, eru mjög mikilvæg, ef það leiðir til raunverulegs skiln- ings á aðkallandi viðfangsefnum. Yfirborðslegur áhugi kemur að litlu gagni. I skóla einum var kennt, með afburðagóðri sýnikennslu, að matreiða holla, hæfilega samsetta rétti úr innlendum fæðu- tegundum — réttirnir voru til sýnis, næringar- efnainnihald þeirra var útskýrt og máltíðirnar voru meira að segja ókeypis. Þessi námsgrein var látin ónefnd í frásögn nemanda um kennslu í skól- anum, eins og það væri fyrir neðan virðingu hans Sigríftur Einars: Sofa blóm Sofa blóm á engi, sofa blóm í túni og út viS lœkinn lokar bláin auga. Sefur lindadúnurt lækjasteinbrjótur og bráföl draumsóley drúpir þungu höfði. Sefur ung bláklukka og ilmrík brönugrös blunda viS atlot blœvar um óttu. (hennar) að minnast á slíkt. En líklega hefur ein- mitt þetta verið markverðasti þáttur námsskrár- innar. Það er raunverulegur skilningur á höfuð- atriðum næringarefnafræði, hreinlætis og bama- gæzlu, sem einn getur orðið til þess að vekja al- mennan og virkan áhuga á þeim. Konur, sem hafa sótt, þótt ekki sé nema stutt námskeið erlendis, en hai'a þó öðlazt skilning á þessum málum, eru óþreytandi að kenna öðrum, þegar þær koma hehn aftur og taka að sér leiðbeiningastörf. I vanþróuðu löndunum er enginn hörgull á mannlegum dyggð- um, óeigingirni og brennandi áhuga. Það sem vantar er vísindaleg og tæknileg þekking og það er það, sem þarf að láta þeim i té. R. J. þýddi. Frú Judd hefur starfað í ])jónustu Alþjóða-Kvenréttinda- sambandsins (IAW) í fjöldamörg ár. Hún var forstöðukona Aþenu-námskeiðsins 1958 og forseti Afrikumáladeildar (The African ,.Bara/.a“) ráðstefnunnar i Dýflinni 1961. Hún er ritstjóri „Social Administration“ (Félagsleg skipulagning), ásamt Dr. Robert Gardner, framkvœmdastjóra Efnahags- nefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Afriku, sem bauð henni að ferðast um Afriku til að kynna sér hagi afrískra kvenna og leggja siðan á ráðin um það, á hvern hátt vænlegast væri að koma þeim til hjálpar. 19. JÚNI 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.