19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 8
Indira Gandhi forsœtisrádherra Indlands Það er athyglisvert, að það skuli vera Asíuþjóð, sem nú í annað sinn felur konu að gegna æðsta og ábyrgðarmesta embætti ríkisins. Sú fyrri var Ceylon, þar sem S. Bandaranaika tók við embætt- inu eftir lát manns síns. En þetta skeði þ. 19. janúar í ár, er næstfjöl- mennasta þjóð heimsins, Indverjar, kusu Indiru Gandhi forsætisráðherra. Er það „piltur“ eða „stúlka“? hrópaði mann- f jöldinn, sem hnappazt hafði saman kringum þing- húsið, á meðan forsætisráðherrakjörið fór fram. Þegar fregnin barst, að „stúlkan“ hefði fengið 355 atkvæði og keppinautur hennar 169, ætlaði allt um koll að keyra af fagnaðarlátum og húrra- hrópum. Lengi lifi Indira Gandhi! söng mannfjöld- inn. Ávarp Indiru til þingsins var stutt: „Þegar ég stend hér fyrir framan ykkur,“ sagði hún á Hindúatungu, „verður mér hugsað til okk- ar mikla leiðtoga, Mahatma Gandhi, en við fót- skör hans er ég alin upp, föður míns og Lal Baha- dur Shastri. Þessir leiðtogar hafa vísað veginn, þann veg langar mig að ganga.“ Aldrei i veraldarsögunni hefur verið lögð svo þung byrði á konuherðar. Vera má, að staða henn- ar sem þjóðarleiðtoga sé sú vandasamasta í heimi hér. En öllum, sem þekkja nokkuð til vandamála Indlands, kemur saman um það, að Indverjar hafi valið rétt, því að Indira Gandhi á öllum fremur ást og traust landa sinna. Indverska þjóðin, sem er um það bil 480 milljónir manna, talar 14 aðal- tungur og auk þess fjöldann allan af mállýzkum, og á við að stríða djústæðan trúarbragðaágreining, hefur nú á tæpum tveimur árum misst þjóðarleið- toga sína, án þess að lýðræðisþjóðskipulag þeirra hafi beðið hnekki. Þessar staðreyndir mega vera gleðiefni öllum frjálsum lýðræðisþjóðum. Aldrei á þeim 18*4 ári, sem liðin eru síðan Ind- land hlaut sjálfstæði, hefur indverska þjóðin átt við eins mikla örðugleika að stríða og nú. Að norð- an vofir yfir áframhaldandi innrás Kínverja, sem þegar hafa lagt undir sig 14,500 fermílur af ind- versku landsvæði. 1 austri og vestri bíða vanda- málin í sambúðinni við Pakistan, sem ekki hefur enn tekizt að leysa, og heima fyrir vofir yfir hung- ursneyð og atvinnuleysi af völdum þess mesta uppskerubrests, sem komið hefur yfir landið á þessari öld. Enda var það eitt af fyrstu embættis- verkum forsætisráðherrans að fara til Vesturlanda í þvi skyni að afla matvæla, svo að yfirvofandi hungursneyð yrði afstýrt. Hún fór til Parísar, New York, Lundúna og Moskvu, og var alls stað- ar vel tekið. Indira á einhvern tíma að hafa asgt: „Ég tel ekki rétt að halla sér of mikið til hægri eða vinstri, ég held, að þeir, sem standa í miðj- unni, fái mestu áorkað.“ Það vakti undrun víða um heim, að Indverjar skyldu velja sér konu fyrir forsætisráðherra, en þeir hafa alltaf kunnað að meta sínar afburða- konur. 1 indverska þjóðþinginu eiga 59 konur sæti, en það eru liðlega 11% af tölu þingmanna. 6 19. JÍJNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.