19. júní


19. júní - 19.06.1966, Page 8

19. júní - 19.06.1966, Page 8
Indira Gandhi forsœtisrádherra Indlands Það er athyglisvert, að það skuli vera Asíuþjóð, sem nú í annað sinn felur konu að gegna æðsta og ábyrgðarmesta embætti ríkisins. Sú fyrri var Ceylon, þar sem S. Bandaranaika tók við embætt- inu eftir lát manns síns. En þetta skeði þ. 19. janúar í ár, er næstfjöl- mennasta þjóð heimsins, Indverjar, kusu Indiru Gandhi forsætisráðherra. Er það „piltur“ eða „stúlka“? hrópaði mann- f jöldinn, sem hnappazt hafði saman kringum þing- húsið, á meðan forsætisráðherrakjörið fór fram. Þegar fregnin barst, að „stúlkan“ hefði fengið 355 atkvæði og keppinautur hennar 169, ætlaði allt um koll að keyra af fagnaðarlátum og húrra- hrópum. Lengi lifi Indira Gandhi! söng mannfjöld- inn. Ávarp Indiru til þingsins var stutt: „Þegar ég stend hér fyrir framan ykkur,“ sagði hún á Hindúatungu, „verður mér hugsað til okk- ar mikla leiðtoga, Mahatma Gandhi, en við fót- skör hans er ég alin upp, föður míns og Lal Baha- dur Shastri. Þessir leiðtogar hafa vísað veginn, þann veg langar mig að ganga.“ Aldrei i veraldarsögunni hefur verið lögð svo þung byrði á konuherðar. Vera má, að staða henn- ar sem þjóðarleiðtoga sé sú vandasamasta í heimi hér. En öllum, sem þekkja nokkuð til vandamála Indlands, kemur saman um það, að Indverjar hafi valið rétt, því að Indira Gandhi á öllum fremur ást og traust landa sinna. Indverska þjóðin, sem er um það bil 480 milljónir manna, talar 14 aðal- tungur og auk þess fjöldann allan af mállýzkum, og á við að stríða djústæðan trúarbragðaágreining, hefur nú á tæpum tveimur árum misst þjóðarleið- toga sína, án þess að lýðræðisþjóðskipulag þeirra hafi beðið hnekki. Þessar staðreyndir mega vera gleðiefni öllum frjálsum lýðræðisþjóðum. Aldrei á þeim 18*4 ári, sem liðin eru síðan Ind- land hlaut sjálfstæði, hefur indverska þjóðin átt við eins mikla örðugleika að stríða og nú. Að norð- an vofir yfir áframhaldandi innrás Kínverja, sem þegar hafa lagt undir sig 14,500 fermílur af ind- versku landsvæði. 1 austri og vestri bíða vanda- málin í sambúðinni við Pakistan, sem ekki hefur enn tekizt að leysa, og heima fyrir vofir yfir hung- ursneyð og atvinnuleysi af völdum þess mesta uppskerubrests, sem komið hefur yfir landið á þessari öld. Enda var það eitt af fyrstu embættis- verkum forsætisráðherrans að fara til Vesturlanda í þvi skyni að afla matvæla, svo að yfirvofandi hungursneyð yrði afstýrt. Hún fór til Parísar, New York, Lundúna og Moskvu, og var alls stað- ar vel tekið. Indira á einhvern tíma að hafa asgt: „Ég tel ekki rétt að halla sér of mikið til hægri eða vinstri, ég held, að þeir, sem standa í miðj- unni, fái mestu áorkað.“ Það vakti undrun víða um heim, að Indverjar skyldu velja sér konu fyrir forsætisráðherra, en þeir hafa alltaf kunnað að meta sínar afburða- konur. 1 indverska þjóðþinginu eiga 59 konur sæti, en það eru liðlega 11% af tölu þingmanna. 6 19. JÍJNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.