19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 4

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 4
KVENRÉTTINDI — MANNRÉTTINDI Segja má að við séum nær jafnrétti karla og kvenna nú en við vorum á dögum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Kvennablaðsins, þar sem íslenzkar konur njóta í dag að verulegu leyti allra þeirra réttinda til jafns við karl- menn, sem lög og reglugerðir nútíma lýðræðisþjóð- félags ná til. Rödd Bríetar var sterk og málstaðurinn brýnn, þegar hún fyrst íslenzkra kvenna flutti opinberan fyrirlestur á íslandi árið 1887, þá 31 árs að aldri. Hún talaði um réttleysi kvenna og líkti konum við vængstífðan fugl, „enginn getur sagt hve langt flug hann hefði getað iþreytt, ef hann hefði verið látinn laus“. Þótt Bríet gerði sér grein fyrir nauðsyn laga og réttinda til að byggja á það frelsi —jafnrétti — bræðralag, sem hana dreymdi um, þá fór hún ekki í grafgötur með að frelsinu fylgja skyldur. Hvatningarorðin voru stundum blíð og móðurleg en oft kvað við þrumandi raust: „Þér eruð helmingur þessarar fámennu þjóðar — hún þolir ekki að helmingurinn skorist undan að taka opinberan þátt í framfarabaráttunni.“ I ávarpi til KRFÍ 1916 skrifaði Bríet, að því lengra, sem menn komast í fullkomnun og þroska hækka, kröfurnar að sama skapi. „í því eru framfarir fólgnar,“ skrifar hún, „að ná hugsjónum, koma þeim í fram- kvæmd, vaxa með þeim og yfir þær, og eignast aðrar nýjar“. 1 kveðjuorði Kvennablaðsins til lesenda sinna árið 1919 segir Bríet enn fremur, að nú sé komið til kasta yngri kynslóðanna að vinna verkið áfram að framþróun og þroska kvenna. Hún sagðist ávallt hafa viljað trúa því, að með þátttöku kvenna í löggjöf og landsmálum muni þjóðfélagið batna, uppeldi barna verða betur vandað en nú og að það muni hafa siðbætandi áhrif, „þegar þær sjálfar væru farnar að skilja hvílík ábyrgð fylgir öllum réttindum.“ Enginn vafi er á því, að enn í dag tæpum 100 árum eftir að Bríet flutti ofangreinda ræðu er lýðræði okkar aðeins svipur hjá sjón. Helmingur þjóðarinnar ber enn litla sem enga ábyrgð i opinberum málum. Konur hafa þó í mjög auknum mæli tekið að sér að afla tekna, en eru í lægstu launaflokkunum, en lítið í betur launuðum stöðum, þar sem ábyrgð fylgir. Sama máli gegnir um æðri menntun. Mikill fjöldi kvenna byrjar nám, en sárafáar ljúka því. Hin hefðbundna verkaskipting kynjanna á mikinn þátt í að halda aftur af framförum á öllum sviðurn þjóðlífsins — gerir það m.a. að verkum, að yfirleitt eru eingöngu karlmenn aldir upp til ábyrgðar og forræðis, en stúlkur ekki. Þess er krafist af karlmönnum að þeir séu harðir í horn að taka, enda mun ekki af veita gagn- vart kröfugerðum, og sífellt flóknari vandamálum á 2 sviði efnahags og stjórnmála, sem einkenna nútíma- þjóðfélag. Það er ekki nóg, að við skattlagningu skuli tekjum eiginmannsins skipt í tvennt og eiginkonunum síðan talin trú um að þar sé loks komin borgun og viður- kenning á þeim verkum, sem konur hafa hingað til unnið á heimilunum. I því sambandi má nefna, að sé hér um slíka viðurkenningu að ræða, þá eru umtalin verk mishátt metin eftir tekjum eiginmannsins og ef tekjuhár einstaklingur rnissir maka, sem litlar tekjur hefur haft, þá aukast raunir hans þegar næsta skatt- skýrsla birtist, því skattarnir munu hafa allt að því tvöfaldast. Konur eru litlu bættari með þess háttar ráðstöf- unum, frekar en þær ættu að láta sér sæma lægri einkunn á inntökuprófi í verknám eða háskóla, ein- göngu vegna þess að þær eru konur. Ein afleiðing þessarrar verkaskiptingar er sú að karl- menn þurfa að sjá börnum og konum farborða, taka á sig alla ábyrgð fyrir hönd fjölskyldunnar út á við, auk þess að taka þátt i félags- og stjórnmálastarfi, þvi konur telja slíkt yfirleitt ekki í sínum verkahring. Augljóst er að þessir menn hafa lítil tengsl við börn sin. Heimilin eru í dag orðin utan við athafna og menn- ingarlif, oft í svefnhverfum, sem hafa byggst upp á tiltölulega stuttum tíma, þar sem býr fólk á líkum aldri og með svipaðar tekjur. Móðirin, sem er heima, er sjálf lítt í tengslum við það þjóðfélag, sem hún hyggst ala börn sín upp til að taka þátt í. Ljóst er, að við slíkar aðstæður er hagur barna ekki hafður að leiðarljósi. Réttur barna er mikið mál, sem fólk er að byrja að vakna til meðvitundar um. Vil ég i því sambandi vitna i greinina „Barnaréttindi“ eftir Guðrúnu Erlendsdóttur hrl., sem birtist i nýútkomnu Timariti Lögfræðinga. Þar segir hún m.a.: „Það er skylda okkar, bæði gagnvart börnum og þjóðfélaginu, að brúa bilið, sem er á milli mannréttinda fullorðinna og barna. Þessi skylda er viðurkennd urn allan heim og orðuð i Yfirlýsingu S.Þ. um barnaréttindi, frá 20. nóv. 1959, 2. gr. Barnið á að njóta sérstakrar verndar og á að hafa tækifæri og möguleika samkvæmt lögum og á annan hátt, sem gera því fært að þroskast líkamlega og and- lega, siðferðilega, sálarlega og félagslega á heilbrigðan og eðlilegan hátt í anda frelsis og velsæntdar. Við setningu laga til að ná þessum tilgangi, skal velferð barnsins alltaf sitja í fyrirrúmi.“ Það er því ljóst að það er tímabært að við konur færum baráttu okkar yfir á viðara svið. Tökum höndum saman til aukinna mannréttinda yfirleitt og betra mannlífs. Ritstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.