19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 7

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 7
— afieins tækifærí sem konurnar fengu — Heldurðu að það hafi nokkurn tima verið val? Gða eins og John Lennon sagði... kvenréttindi komu fram. Bj Eg held að við verðum að fara alla leið aftur fyrir frönsku byltinguna á ofanverðri 18. öld. G. Já, það byrjaði, svo margt í frönsku byltingunni. Bj. Konurnar fengu þá byr undir báða vængi — þær voru við hlið karlanna að hlaða götuvígin, meðhöndla byssurnar og ala fall- byssufóðrið. En að bardögunum loknum, þegar sest var á rökstóla, voru þær útilokaðar. Það er einn mesti hnekkir, sem konur hafa orðið fyrir. G. Já, styrjaldirnar skipta oftast sköpum með einhverjum hætti. Tökum til dæmis viðhorfið gagnvart börnum í stríði. Eins og þú sagðir áðan, konunum var beinlínis kastað út á vinnu- markaðinn — i iðnaðinn, þjónustustörfin, hergagnafram- leiðsluna — og börnin bara sett út fyrir; í Bretlandi voru þau send í sveit. En eftir stríðið þá kom áróðurinn fyrir þessu kvenlega — þetta „new look“ — og fyrir afturhvarfi inn á heimilin. í barnauppeldi varð ríkjandi, að vegna skapgerðarþroska barnsins væri svo nauðsynlegt að það tengdist aðeins einni persónu fyrsta árið og þess vegna yrði konan að vera heima. M. Þetta er ekki eingöngu bundið við konur. Tökum til dæmis blökkumenn í sumum ríkjum heims. Þeir voru nógu góðir til að berjast við hlið hvítra manna í stríði, þegar þess var þörf. Eftir átökin áttu þeir svo að setjast í sitt gamla far og verða hinn kúgaði minnihluti. Bj. Ert þú með þessu að segja að ákveðin líking sé með réttindabaráttu kvenna og mannréttindabaráttu þeldökkra. M. Það er auðséð og allri kynþáttabaráttu. L. Konan hefur staðið í nokkurn veginn sömu baráttu og negrarnir, eða eins og John Lennon sagði: „Woman is the nigger of the world“. M. Ég tel að þessi barátta sé sambærileg við alla, sem eru kúgaðir með einhverjum hætti. Þetta er það sama og gerðist hjá nýlenduþjóðum. Bj. Þýðir þetta í hnotskurn — að konan hafi verið kúguð og sé jafnvel kúguð. L. Hún hefur verið og er notuð sem ódýrt vinnuafl. Be. Auðvitað hefur hún verið kúguð. M. Já, en ég er á því, að hún sé ekki lengur kúguð af umhverfi sínu eingöngu — hún er líka kúguð af sjálfri sér. Af tregðu sinni og úreltum hugmyndum sínum um hvað hún geti og hvað ekki — lamandi innbyggðri tregðu og ótta. Það hefur verið dreginn kjarkur úr konum, svo lengi að ég held að þær skirrist við að ganga út í þessa baráttu, og þá erfiðleika sem henni fylgja og við að axla ábyrgðina, sem auknum réttindum fylgja. Bj. Mér kom í hug, hvort hér á landi væri hliðstæða við konurnar í stríðslöndunum, sem voru ekki beðnar um að koma út á vinnumarkaðinn heldur beinlínis kastað út á hann — af þjóðarnauðsyn — en bolað burt þegar ekki þurfti lengur á þeim að halda. Þegar mikill afli berst á land í sjávarplássunum verða konurnar að koma og bjarga verðmætum í þjóðarbúið — lítt er spurt um börn, þegar svo stendur á. Þegar hrotan er um garð gengin heyrist rödd — nú verðið þið að fara og hugsa um börnin, sem á meðan hafa e. t. v. verið upp um fjöll og út með sjó. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.