19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 9

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 9
Var þctta e.t.v. slys? Mér kemur i hug höfundur eins og Virginia Woolf... sögunnar og taka mörg verkefn- anna úr höndum hennar og það verður m.a. til að ýta henni út á vinnumarkaðinn. En konan hefur eftir sem áður umsjón og ábyrgð með heimilisrekstrinum og upp- eldi barnanna og er þess vegna undirorpin tvöföldu álagi. Bj. Mér virðist þessi þróun, sem við höfum verið að rekja hér aðallega skiptast í tvö tímabil með nokkru hléi á milli. Hið fyrra að ná grundvallarréttindum þjóðfélagslega séð — og það seinna að ná launajöfnuði. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti 1957 að konur og karlar skyldu hafa jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf og ári seinna fullgilti Island fyrir sitt leyti þessa samþykkt. Árið 1961 voru sett lög á alþingi um launajöfnuð kvenna og karla og skyldu lögin öðlast gildi í áföngum á 6 árum. Samhliða því að lögin tóku gildi smátt og smátt átti sér stað stórkostleg tilfærsla á vinnu- markaðinum. Konunum var þokað saman í ákveðin störf þannig að þeir, sem unnu hlið við hlið höfðu sömu laun fyrir sömu störf og konurnar voru áfram láglaunafólk. Þetta var ekki sú staða, sem barist hafði verið fyrir — konurnar átta sig margar hverjar og næstum samtímis fer þessi nýja jafnréttishreyfing af stað í mörgum löndum s.s. Vestur— Evrópu, Norðurlöndum og Bandaríkjum Norður-Ameríku, hreyfingar eins og Women's Lib., Rauðsokkar, Feministaro. fl. G. Þetta helst aftur í hendur við bættan efnahag. Þróun iðnaðarþjóðfélagsins leiðir til þess að fleiri fá menntun — lýðræði eykst á því sviði, en samt er það ekki nóg fyrir stúlkur, þær eru ekki lausar á klafanum. Bj. Hvað bindur þær? M. Afstaða milli kvenna og barna. Hvernig á að gera kon- unni fært að vera andlega- og efnahagslega sjálfstæð og sinna þeim störfum, sem hugur hennar stendur til, án þess að það bitni á börnunum. G. Með aukinni iðnvæðingu vantar meiri vinnukraft til að geta framleitt sem mest. At- tvinnurekendur vilja fá konurnar út á vinnumarkaðinn, en hjá þeim ræður fyrst og fremst gróðasjónarmiðið og konurnar reka sig á að þær eru aðeins varavinnuafl. Þær hafa ekki sömu stöðu á vinnumarkaðinum og karlar, þó að þær hafi fengið menntun. Bj. Snýst þá barátta kvenna í nútíma um það að vera ekki varavinnuafl? Um að ná fullri stöðu á vinnumarkaðinum — getum við kristallað þetta atriði; um hvað snýst baráttan í raun og veru? M. Algjörlega um það að vera jafngildar karlmanninum á vinnumarkaðinum — með jafn- an rétt, jafnar skyldur og jafna möguleika. Um það hvernig hægt sé að ná þessu marki án þess að börnin líði fyrir það. Hvernig unnt verði að tryggja umönnun uppvaxandi kynslóðar út frá þessari forsendu. L. Ef við lítum á karl og konu, sem eru að fara út í menntun og starf, þá eru trafalar á vegi konu, sem eru ekki á vegi karlmanns. Hún þarf að vera frá störfum vegna barnsfæðinga og enda þótt um sé að ræða nýjan samfélagsþegn, sem hefur gildi fyrir heildina, verður hún að gjalda komu hans með lakari stöðu á vinnumarkaðinum en faðirinn. Atvinnurekandi lítur oft
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.