19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 10

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 10
þannig á að konan þurfi leyfi frá vinnu vegna veikinda barna sjaldgæft er að maðurinn sé frá vinnu vegna veikra barna. Fyrir þetta er konunni haldið í skefjum á meðan karlmanninum er leiðin opin í betur launaðar stöður. Bj. Með öðrum orðum — núverandi tilhögun á meðhöndl- n og umönnun barna verður tálmi fyrir konu en ekki karl. Nú geng ég að því að vísu að allir séu sammála um að velferð barnanna skuli höfð að leiðarljósi, en hvernig verður hún tryggð? M. Þetta er kjarni málsins. Be. Það er e. t. v. af því að ég er orðin þetta fullorðin, að mín skoðun er sú að barnið sé best komið heima á heimili foreldra sinna. Auðvitað getur verið frávik t. d. ef um veikindi er að ræða og ég er alls ekki á móti því að börn séu einhvern tíma á dagvistunar- heimili. En mér finnst mjög æskilegt að foreldrar séu mikið með börnum sínum. Bj. Haldið þið ekki að flestir foreldrar vilji raunverulega vera mikið samvistum við börn sín. Be. Jú, jú, án efa flestir. L. Þar njóta konur oftast nær forréttinda gagnvart körlum — þær fá að vera meira með börnunum. Bj. En eru það ekki þessi forréttindi, sem konan verður að borga svona mikið fyrir. Be. Vill hún ekki borga dálítið fyrir það. Bj. Þarna er tvískinnungur hjá konum — þær vilja annars vegar hafa forréttindi, en kvarta undan þeim í hina röndina. Be. Mér finnst margar ungar konur ganga með þá hugsun, að það sé hálfskammarlegt að vera heima — svo margar vinni úti og þær verði að gera það líka. Ef störfin inni á heimilinu eru ekki metin er meiri hætta á að fleiri fari út að vinna. Eg fæ ekki séð annað en, að það sé fullt starf að annast t. d. heimili þar sem 3—4 börn eru á barnaskólaaldri. M. Mundir þú vilja láta meta heimilisstörfin til fjár. Be. Já — það þarf að breyt- ast. Ég get tekið dæmi af miðaldra konu, sem fór að vinna við ræstingar og var sett á sama kaup og 15 ára unglingur, sem var að vinna þessi störf í fyrsta sinn — og þetta var manneskja, sem hafði unnið þessi störf heima hjá sér í 30 ár. L. Hvað gerir sú kona, sem langar að vera heima og annast börn sín á meðan þau eru á þeim aldri, að þau þurfa mest á því að halda — síðan fer hún út í atvinnulífið og á hvað er hún þá metin þessi starfsreynsla, sem hún öðlaðist heima. Alls ekkert. Bj. Hverjum stendur það nær að knýja fram mat á þessum störfum en þeim, sem vinna þau. Þarna komum við aftur að þessum tvískinnungi, sem iðulega verður vart hjá konum — þær kvarta, en gera ekkert í málinu sjálfar. M. Ég er alveg sammála. Bj. Finnst ykkur koma til greina að taka við peninga- greiðslum einhversstaðar frá fyrir störf unnin á eigin heimili? Sumar: Auðvitað. Bj. Það er megin regla ef starf er metið til launa úti á vinnu- markaðinum, að starfið verður að inna af hendi — þetta eru hrein viðskipti. Kallar fólk ekki yfir sig starfsmat og eftirlit inni á eigin heimili, ef tekið er við greiðslum. Verður þetta ekki of stórt skref frá núverandi tilhögun. Er ekki nægjanlegt að karlar eða konur hafi frelsi til að fara af vinnu- markaðinum og sinna störfum á heimilinu — fyrst og fremst uppeldis störfum eða umönnun sjúkra og aldraðra og koma svo til baka, sanna hæfni sina í tilteknum störfum og fá hana viðurkennda sem verðmæti, gjaldgengt á vinnumarkaðinum. G. Sanna hana hvernig? Bj. Hugsun okkur að hægt sé að fara inn í einhverja fræðslu- stofnun t.d. hjá námsflokkum eða innan fullorðinnafræðslunnar og annað hvort farið á stutt nám- skeið eða tekið próf í einhverju því, sem þú telur þig hafa verk- kunnáttu i og síðan fengið það staðfest — fengið bréf upp á það. M. Tökum til dæmis konu, sem hefur unnið, segjum áratug, á heimili sínu og vildi síðan gjarnan starfa við matargerð utan þess — þá gæti hún farið inn á einhverja stofnun og fengið viðbótartilsögn ef með þarf eða aðeins verið prófuð í matargerð í samræmi við það starf, sem hún ætlar að sækja um. Ef hún ætlaði að sækja um ræstistörf þá þyrfti hún aðeins að sanna hæfni sína í þeim störfum o. s. frv. Bj. Það er álitamál hvort þetta er ekki meira virði, en að taka við peningum meðan verið er inni á heimilinu. G. Flestir eru sammála um að störf á heimilunum eru mikilvæg og nauðsyn að inna þau af hendi, en þau eru slitin úr samhengi við efnahagskerfi þjóð- félagsins. Þau koma hvergi fram þar sem þau hafa annað gildi en notagildi. En þetta eru prívat störf og það er prívatiseringin á heimilisstörfunum, sem veldur erfiðleikunum við að fá þau metin. Öll önnur störf í þjóð- félaginu eru bundin vinnu- markaðinum. Bj. Ég tek undir það, að störf 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.