19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 11
Kaftirinn cr aldrei tckinn með ...
Móðirin fer rnikils á mis ...
heimahúsmóður falla ekki inn í
hagkerfið — en hvernig getum
við komið til móts við það?
G. Heimahúsmóðirin ráð-
stafar nær öllum launum, því
hún stjórnar neyslunni og laun
hennar á heimilinu ákvarðast af
launum makans.
M. Ég tel, að við verðum að
setja þetta fram sem þjóð-
félagslegt úrlausnarefni. A að
viðhalda því sem valkosti, að
annað foreldra geti verið heima
með börn sín og annast þau sjálf,
fremur en að hafa þau í dagvistun
eða kaupa aðfengið vinnuafl til
þess. Ef þessi valkostur á að vera
fvrir hendi verðum við að meta
þessi störf til fjár eins og önnur1
störf í samfélaginu.
Bj. En þá kemur gamla yfir-
þyrmandi spurningin — hvar á
að taka peningana.
M. Gæti þetta ekki verið í
formi ríflegs barnalífeyris, sem
gengi til þess aðila sem heima er
og annast börnin, hvort sem það
er faðirinn eða móðirin.
Be. Hvernig væri að fækka
barnaheimilum og fleiri konur
væru heima.
M. Það er ekki hægt að fækka
dagvistunarheimilum — bið-
listarnir við þau heimili, sem
þegar eru starfrækt eru svo langir.
Og ef við viljum að fólk geti valið
sjálfviljugt milli þess að vinna úti
eða vera heima, verða dagvistun-
arheimili að vera fyrir hendi eða
einhverjir aðrir staðir fyrir börn-
in.
Be. Það kostar mikið að reka
barnaheimili — sá kostnaðarlið-
ur mundi lækka og þar væri hægt
að taka greiðslur til þeirra
kvenna, sem vilja vera heima og
annast um börn sín.
M. Eða karla.
L. Það er ekki gott fyrir
barnið að vera eingöngu með
móður eða föður. Það er mikill
munur á því hvort um er að ræða
hálfsdagsvistun eða heilsdags. Ég
álít það ekki gott fyrir barn að
vera heilan daga á dagvistunar-
heimili fyrstu árin.
G. Þetta fer allt eftir
kringumstæðum. Dagvistunar-
heimili getur verið góður stuðn-
ingur fyrir lélega uppalendur. En
hins vegar er ég sammála því, sem
þú sagðir Beta, að æskilegt væri
að faðir eða móðir sem þess ósk-
ar gæti verið heima hjá börnum
sínum og að það sé metið af
þjóðfélaginu. Fyrsta árið er mjög
mikilvægt.
Be. Móðirin fer mikils á mis
ef hún getur ekki verið hjá barni
sinu.
M. Og faðirinn.
L. Já, það finnst mér það
skelfilega við þetta allt saman, að
faðirinn er aldrei tekinn með í
reikninginn.
M. Þú varst áðan að tala um
það, Linda, að þú værir mótfallin
heilsdagsvistun og teldir hálfa
heppilegri.
L. Ég taldi það æskilegra.
M. Aftur á móti lít ég svo á
að heildartíminn skipti ekki öllu
máli heldur hvernig sá tími er
notaður, sem foreldrar eru með
börnum sínum. Fólk ætti að
leggja miklu meiri áherslu á það,
en nú er gert að vera með börnum
sínum — tala við þau, taka þátt í
gleði þeirra og vandamálum.
L. Fólk er oft svo uppgefið,
þegar það kemur heim frá vinnu
að það orkar ekki meira og börnin
sitja á hakanum.
M. Já, það kemur margt inn í
þetta t.d. þessi óhóflegi langi
vinnudagur hér á landi. Ef báðir
foreldrar væru fullgildir aðilar á
vinnumarkaðinum og ynnu hvor
um sig venjulegan t.d. 8 stunda
9