19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 14
verðmætasköpun saman og varð
þannig félagsleg eining, og
mikilvæg fyrir félagslegan þroska
einstaklingsins.
M. Svipað og gerist á
mörgum vinnustöðum.
G. Já, og þess vegna eru oft
meiri tengsl á milli vinnufélaga
en t.d. fjölskyldumeðlima.
Bj. Hvernig er hægt að styðja
við fjölskylduna sem grunneingu
í þjóðfélaginu, þannig að hún
verði hlutverki sínu vaxin. Við
gefum okkur að innan
fjöiskyldunnar, hvort sem um
stóra eða smáa er að ræða, sé fyrir
hendi samkennd og samábyrgð
einstaklinganna innbyrðis. Að
þar eigi sér stað gagnkvæm ögun
og grundvöllur lagður að félags-
legum þroska fólks. — Með
hvaða hætti getum við staðið
vörð um þessa einingu í nútíð og
framtíð?
G. Hin hefðbundna og
skarpa hlutverkaskipting kynj-
anna innan kjarnafjölskyldunnar
vinnur gegn samstöðu fjölskyld-
unnar. E. t. v. eru bestu hjóna-
böndin þar sem bæði hjónin
vinna úti og deila með sér
ábyrgðinni á heimilishaldinu.
Bj. Að rjúfa þessi hefð-
bundnu hlutverk kynjanna inni á
heimilunum — hvar á að bvrja?
M. Með verkaskiptingu.
Be. Kannski setja í lög eins og
á Kúbu!
Bj. Hvernig skyldi þetta vera
almennt hjá fólki?
Hinar:Með öllu mögulegu
móti.
Bj. Þið fóruð laglega með
okkur á kvennárinu — sagði
maður við mig nýlega — nú er
umræða um það upp á hvern
dag, hver eigi að þvo upp; áður
gerði einn fjölskyldumeðlimur
það þegjandi og möglunarlaust.
Þið verðið að setjast á rökstóla og
12
skipuleggja verkin, sagði ég
þessum kunningja mínum — en
haldið þið, að störfin séu almennt
skipulögð á heimilum.
Be. Sennilega er mikill
misbrestur á því og mótast mest
af uppeldi fólks.
Bj. Ef fullorðna fólkið er ekki
með á nótunum — hvernig
verður þá uppeldið? Getum við
látið frá okkur fara einhverjar
„praktiskar" upplýsingar eða
ábendingar?
Be. + M. Nei, hver verður að
leysa málin hjá sér — en fyrst og
fremst að börnin séu alin upp við
verkaskiptingu og þá byrjar það á
því að foreldrarnir verða að vera
innstilltir á hana.
Bj. Mér virðist, að oft sé
togstreita á heimilum — konan
setur kannski uppþvottinn á
oddinn, en yfirsést að karlmaður-
inn annast allt er viðkemur
bílnum — þarna er óbeinlínis
verkaskipting í gangi. En hún
hefur fallið á af vana, en ekki eftir
umræðu og ákvarðanatöku.
L. Það er stórt atriði að fólk
ræði þessi mál og komi sér niður á
ákveðna tilhögun, sem hentar
hjá því, en ekki sé verið nteð
vangaveltur i hvert skipti, sem
eitthvað þarf að gera. Og siðan sé
skipulagið virt —ekki þurfi sífellt
að vera að minna á; það er þinn
dagur núna o. s. frv.
M. I uppeldi verður að
innprenta drengjum jafnt og
stúlkum að þeir verði að sjá um
heimilið að vissu marki.
L. Það er sama hvernig
þessum málum er velt — þetta
liggur í því hvernig fólk er alið
upp.
G. Þjóðfélagið gerir
misjafnar kröfur til karla og
kvenna. Við hjónin erum bæði
kennarar og það eru gerðar aðrar
kröfur til hans en min.
Við mig er sagt: Þú ert nú
húsmóðir og hefur mörgu að
sinna, heldurðu að þú getir komið
á þennan fund — en talið alveg
sjálfsagt að hann geti alltaf mætt
hvenær sem er, enda þótt við
höfum skipulagt heimilisstörfin
og umönnun barnanna og skipt
þeim jafnt á milli okkar. Þegar ég
réði mig í fyrstu til kennslu var ég
spurð hverjum ég væri gift og
hvað ég ætti mörg börn, en ekki
ýjað að þessum atriðum við hann.
L. Já, þetta er glöggt dæmi
um ólíka afstöðu til kynjanna á
vinnumarkaðinum. Atvinnu-
rekendur hafa líka tilhneigingu
til að líta á karlmanninn sem
fyrirvinnu og launa hann sam-
kvæmt því og margar konur
viðurkenna þetta sjónarmið og
sætta sig þess vegna við lægri
laun en þeir. Stundum er sagt að
konan þakki fyrir að hafa starf —
en karlinn geri kröfu til þess að
hafa starf.
Bj. Helve Sipilá, aðstoðar-
aðalritari S.Þ. og formaður
kvennaársnefndinnar, hefur sagt
að fullkomið jafnrétti kynjanna
verði ekki fyrr en karlmaðurinn
deili ábyrgð með konunni á upp-
eldi barnanna og konan með
karlinum við að sjá fjölskyldunni
farborða.
Be. Þetta er örugglega alveg
rétt.
M. Menn segja sem svo —
auðvitað er í lagi — að þú farir út
á vinnumarkaðinn, en einhvern-
veginn verður að leysa vandann
með börnin og heimilið. Lausnin
cr ekki að ég komi inn á heimilið i
staðinn. Þeim finnst það fráleitt.
Bj. I sambandi við ummæli
Helve beinist athyglin að
kvennaárinu — haldið þið að það
hafi haft þýðingu.