19. júní


19. júní - 19.06.1976, Page 15

19. júní - 19.06.1976, Page 15
Kjarnafjölskyldan er kannski orðin úrelt? Við fáum j»að þjóðfélag sem við sáum til. Viljum við ekki aukna stéttaskiptingu? L. Það hefur rótað upp í því fólki, sem hefur þagað fram að þessu og fengið það til að hugleiða ýmis málefni, sem það áður gaf ekki gaum að. Bj. Ýmsir sögðu sem svo, að kvennaárið ætti ekkert erindi hingað — hér væri alger jafnstaða. M. Auðvitað er þetta brýnna i löndum, jiar sem konur eru nær alveg réttindalausar og sumstaðar annarra eign. En hjá okkur er margt, sem þarf að bæta — löggjöf, sem jaarf að framfylgja og að efla vitund kvenna um stöðu sína og ég tel að umræðan á kvennaárinu, að ég ekki tali um kvennafrídaginn, hafi áorkað miklu. Bj. Þú telur að frídagurinn hafi haft gildi. M. Það var mjög sterkur dagur fyrir okkur allar hér á landi — og raunar fyrir konur alls staðar í heiminum. Hann sýndi að konur eru að störfum miklu víðar i þjóðfélaginu heldur en flesta grunaði og konum sjálfum, að fleiri en jiær höfðu áttað sig á áður, hugsuðu það sama. Aðgerðir dagsins skópu samstöðu og innibyrgð hugsun eða óánægja, sem ekki fékk útrás hjá einni og einni, átti rétt á sér og hafði hljómgrunn hjá öðrum — með allri þjóðinni. Bj. Ekki aðeins vakið konur til umhugsunar, heldur karla líka. M. Tvímælalaust sýnt hvers konur eru megnugar og þess vegna skiptir miklu að halda áfram Be. Eg tel að konur ættu að móta samfélagið í sama mæli og karlar. Mér finnst vanta einhverja hlýja tilfinningu í daglegt líf í þjóðfélaginu — e. t. v. gæti hún komið með auknum áhrifum kvenna. Bj. Lög um jafnrétti karla og kvenna voru samþykkt á aljDÍngi í vor. Ekki vannst tími til mikillar eða almennrar umræðu um frumvarpið — en í jæirri umræðu, sem joó fór fram löguöust karlar almennt gegn {æim greinum í frumvarpinu, er helst áttu að styrkja stöðu kvenna í samfélaginu. Hvað orsakar að þeir ugga um sig. L. Óttast að konur muni átta sig á því, að þeim er haldið niðri á vinnumarkaðinum, að lögin um launajöfnuð eru sniðgengin m.a. með |)ví að hafa önnur starfsheiti fyrir karla, enda þótt þeir vinni sömu störf og konur. G. Þetta grundvallast m.a. á því að við kjarasamninga er ævinlega talað um fjölskyldu- mann, þegar verið er að finna lágmarkslaun. Bj. Og þá er átt við karl- mann, sem á konu og börn. G. Já, taktu eftir — sem á konu og börn. L. Svo fer maður í flækju, þegar talað er um einstætt foreldri — hvað á þá að segja. Bj. í þessum nýju lögum felst hvati að því fyrir konur að hafa meiri áhrif á gerð og mótun þjóðfélagsins — komast í ríkara mæli í ábyrgðarstöður. Stöður sem nú nær eingöngu skipaðar körlum og er þá annað tveggja til ráða — að fjölga svo kölluðum ábyrgðarstöðum eða fækka körlum í þeim stöðum, sem nú eru fyrir hendi. Nú vitum við, að þótt þjóðinni fjölgi þá fjölgar ábyrgðarstöðum ekki í sama hlutfalli. Karlar hljóta jæss vegna að hugsa sem svo, ef konur ná því að standa okkur jafnfætis og keppa við okkur um eftirsóknar- verðar stöður í jjjóðfélaginu þá eigum við á hættu að missa 13

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.