19. júní


19. júní - 19.06.1976, Side 17

19. júní - 19.06.1976, Side 17
Foreldrarnir verða að vera innstilltir.. .. Þetta liggur i þvi hvernig fólk er alið upp. og miðla frá sér. Bj. Ef þetta hefur við rök að styðjast, þá hefur félagaaldan í dreifbýlinu þegar kvenfélögin voru unnvörpun stofnuð valdið uppstokkun í samfélaginu. Be. Það skiptir ekki máli úr hvað stétt konan er þegar inn fyrir vébönd félagsins er komið — aðeins fyrir hverju stendur hún sem einstaklingur. M. Kvenfélögin hafa án efa verið mjög gagnleg á sínum tíma. Be. Og eru það enn. M. Ég tel þó að konurnar í kvenfélögunum eigi að gæta sin á því að sinna ekki einvörðungu afmörkuðum sérmálum s.s. líknarmálum eða dagvistunar- málum. Þær eiga að láta öll mál samfélagsins til sín taka og fara jöfnum höndum út í félagsskap með karlmönnum. G. Þetta er vettvangur, sem hefur gefið konunum tækifæri til vakningar. Konan á það á hættu að læsast inni í einu hlutverki t. d. sem heimahúsmóðir, en þegar hún kemur út af heimilinu, i annað umhverfi, þá koma nýjir eiginleikar fram hjá henni. Bj. Kvenfélögin ættu sem sagt að vera félagslegar þjálfunar- og uppeldisstöðvar fyrir konurnar áður en þær hasla sér völl á víðara vettvangi þjóðlífsins. Hér koma fræðslumálin inn í myndina, — hvernig er aðstaða kvenna í dreifbýli til menntunar, endurmenntunar, simenntunar o. sv. frv. Be. Dreifbýliskonurnar sitja við annað borð en konur i þéttbýli að þessu leyti leyti. k ullorðinnafræðslan gæti haft geysi mikla þýðingu, ef henni væri komið á. Það eru ýmsar leiðir til fræðslu t.d. námsflokkar, bréfaskólar og svo væri hægt að taka upp gamla lagið og koma á farkennslu. Bj. Þú átt við að mynda námshópa á fleiri stöðum og síðan flyttist kennslukrafturinn á milli. Be. Það mætti einnig nýta bæði útvarp og sjónvarp. Stéttarsamband bænda styrkti kvenfélög til sveita með fjár- framlagi til fræðslustarfsemi — af Jdví að þau hafa minni möguleika en hliðstæð félög í þéttbýli. Athygli bændasamtakanna hefur beinst að því, að félagssamtök kvenna hafa gildi fyrir byggðar- lögin og vilja efla þau. Annars getur félagsstarf í dreifbýli verið kostnaðarsamt. Ég vissi um einn aðalfund í dreifbýli sem kostaði nær hundrað þúsund krónur. Ef héraðið er víðlent og byggðin dreifð getur farið svona. Eræðslumálin til sveita leysast ekki, nema tekin verði upp samvinna margra aðila, er hlut eiga að máli — það eru mörg landssamtök, sem hafa fræðslumál á stefnuskrá sinni, en samvinna er lítil sem engin á milli þeirra. M. Aukin fræðsla og þekking skiptir geysi miklu máli í baráttu kvenna fyrir bættum kjörum og frelsi. Bj. Frelsi konunnar liggur það ekki í því að hún verði efna- hagslega sjálfstæð? M. Nei, það liggur ekki í því — efnahagslegt sjálfstæði er ein af forsendum frelsis jafnt ein- staklinga sem þjóða. Andlegur þroski og andlegt frelsi er ekki síður mikilvægt fyrir frelsi henn- ar. Bj. Eða eins og ein ágæt bóndakona vestur á landi hefur sagt — frelsi konunnar felst ekki í því, hvort hún er að störfum inni Framhald á hls. 61. 15

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.