19. júní - 19.06.1976, Side 22
við hlutskipti sitt, en undir niðri
er hún ósátt við sjálfa sig, eins og
kemur fram, er á kvöldið líður. f
fyrstu kveður hún sig mjög ham-
ingjusama í lífi sínu og hjóna-
bandi, en játar síðar, að hún hafi
tekið sér elskhuga.
Elinborg — er listmálari. Hún
er að því er virðist sjálfstæð og
sterk persóna og sjálfri sér nóg.
Hún lifir í barnlausu hjónabandi
og er hamingjusöm. En hún fær
ekki að lifa með hamingju sína í
friði; Anna María segir henni, að
eiginmaður hennar haldi fram
hjá henni með fyrrverandi bekkj-
arsystur þeirra.
Lillý — er fjögurra barna
móðir og húsmóðir. Hún er
nokkuð einföld, eða telur sig vera
það, jafnvel að það sé ætlast til
þess að hún sé það. Allt líf hennar
snýst um börnin, manninn og
heimilið, sem glöggt má sjá af því,
að hún er ekki í rónni, fyrr en hún
hefur hringt heim, til að fullvissa
sig um, að allt sé í lagi þar. En
Lillý á sér sina drauma og sorgir
eins og hinar. Hún er vanfær að
fimmta barni sínu, en segist ekki
kæra sig um að fæða það, raunar
hafi hún verið sama sinnis, er hún
gekk með fjórða barn sitt. Hún
hafi þá reynt að fá fóstrinu eytt,
en verið synjað á þeirri forsendu,
að hún byggi við góðan fjárhag,
ekkert væri að henni og hún gæti
vel séð um fjögur börn. I lok leik-
ritsins tekur hún þá ákvörðun að
reyna að fá fóstrinu eytt.
Sif — er ógift og barnlaus. Hún
er feimin, óframfærin og mjög
einmana, eiginlega hálf-um-
komulaus. Hún hafði það sér til
dundurs sem barn að safna lif-
andi skordýrum, sem hún geymdi
síðan i skókössum. í leikritinu er
gefið í skyn, að hún sé kynvillt.
Eins og áður segir, gerðust þær
stallsystur nokkuð málglaðar, er á
leið kvöldið, og fjölluðu umræður
þeirra að miklu leyti um mál, er
varða stöðu kvenna í þjóðfélag-
inu, um baráttu þeirra gegn hinni
hefðbundnu kynferðislegu hlut-
verkaskiptingu, m.a. í atvinnulíf-
inu. Hanna leikur og lýsir hinu
viðtekna vinnuframlagi kvenna
svo: „Eins og húsbóndi minn
þóknast. Eg fara i verksmiðju, ég
þvo stór löng gólf, ég afgreiða í
búð, ég tæma koppa, ég selja fal-
lega muni, ég passa gamalt fólk,
passa börn, passa veikt fólk. Ég
hlaupa heim, sjóða kartöflur,
baka kökur, enginn taka eftir ég
vinna.“
Telja má aðaláherzlu lagða á
þrjú atriði í umræðu vinkvenn-
anna. í fyrsta lagi áhrif uppeldis-
ins í þessu tilliti, í öðru lagi gildi
þess, að konur geri sér grein fyrir
því, hvers þær eru megnugar
(sjálfsvitundarinnar) og í þriðja
lagi gildi og mátt samstöðu
kvenna.
a) Hanna telur konur lifa í
kerfi karlmannsins og aldar upp í
þeirri hugsun að sætta sig við
það; þær séu aldar upp til að
verða mæður. barna sinna og
eiginkonur manna sinna. Stúlkur
séu fylltar ástarsögu- og Holly-
wooddraumum, draumnum um
stóra, sterka karlmanninn, sem
tekur þær að sér og elskar þær,
ástriðufullur um alla eilífð —.
Lillý kveður sig hafa notað líf sitt
í að ala börn og gæta þeirra.
Hanna spyr hana: „Hvað hefð-
irðu viljað gera við það (lífið), ef
þú hefðir mátt velja?“ Lilly svar-
ar: „Velja? Gat ég valið? Ég
hugsaði aldrei um neitt nema
giftast og eignast börn.“ Og
Hanna segir á öðrum stað: „Og
ég er þeirrar skoðunar, að ef við
mættum velja upp á nýtt, þá
myndu flestar konur ekki kæra
sig um hjónabandið. Að minnsta
kosti hefðum við beðið, við
fengum bara aldrei tækifæri
til þess að bíða. Við vorum fyllt-
ar með hamingju- og köllunar-
kjaftæði, fullar af hamingju-
og köllunarkjaftæði örkuðum
við alsælar i einfeldni okkar
inni í þriggja herbergja ibúð-
ina . . . og uppgötvuðum svo
að dyrnar höfðu skollið í bak-
20