19. júní


19. júní - 19.06.1976, Síða 27

19. júní - 19.06.1976, Síða 27
Guðrún Þorsteinn Þorsteinn Pálsson: Eins og þessi spurning er lögð fyrir er auðvelt að svara henni afdráttarlaust. Ég er í grund- vallaratriðum andvígur því að lögbundin verði forréttindi kvenna í þjóðfélaginu. Baráttan fyrir jöfnum rétti og sömu þjóð- félagslegu aðstöðu kynjanna er þýðingarmikil, og henni er ekki lokið. En í mínum huga eru engin jDjóðfélagsleg markmið þess eðlis, að leiðin að þeim liggi eftir braut forréttinda, hvorki tímabund- inna né ævarandi. Spurning sem þessi kemur á margan hátt spánskt fyrir sjónir. Eigi að síður er eðlilegt að menn velti henni fyrir sér og rökræði ólík sjónarmið í því sambandi. Víst er, að þjóðfélagsleg markmið einstaklinganna eru ólík um margt og fyrir sumum helgar til- gangurinn meðalið. Það yrði hins vegar of langt mál að ræða það álitaefni á almennum grundvelli hér, þó að spurningin snúist i raun réttri þar um. Okkar stjórnskipun er reist á þeim grundvallarhugmyndum, Rannveig Jónsdóttir: Ég tel, að markvissar ráð- stafanir þurfi að gera konum í hag svo að þær fái möguleika til þess að njóta þeirra réttinda, sem þeim ber samkvæmt íslenskum lögum. Það mætti ekki síður tala um leiðréttingu á gömlu misrétti en forréttindi konum til handa. Sjálfsagt er að nýta næsta ára- tuginn til þess að knýja fram úr- að allir þegnar þjóðfélagsins hafi jafna möguleika. Það væri í hróplegu ósamræmi við þetta meginsjónarmið að lögbinda for- réttindi kvenna. Og það er ekki unnt að fallast á, að slíkur háttur geti verið liður í jafnréttisbar- áttu. Lögþvinganir duga skammt í lýðræðisþjóðfélagi. Hverjum máistað þarf að afla fylgis. Það sem ræður úrslitum í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna og jafnri aðstöðu þeirra í jDjóðfélaginu, er viðhorf fólksins í landinu. f lýðræðisjjjóðfélagi hefur upplýsingin miklu meiri Frdmhald á bls. 56. Rannveig bætur, en eins og kunnugt er hafa Sameinuðu þjóðirnar samþykkt framkvæmdaáætlun til þess að bæta kjör kvenna alls staðar í heiminum á þessu tímabili. ísland stóð að þessari samþykkt. í lögum um jafnrétti kvenna og karla, sem voru samþykkt á Al- þingi í maí s.l., segir: „Konum og körlum skulu veittir jafnir mögu- leikar til atvinnu og menntunar og greidd jöfn laun fyrir jafn- verðmæt og sambærileg störf.“ Reynslan hefur sýnt okkur að það nægir ekki að samþykkja lög um jafnrétti. Til þess að ná árangri verður að bæta stöðu kvenna sérstaklega og það verður bæði dýrt og erfitt verk. Engin auðveld svör eða ódýrar lausnir finnast á jafn djúpstæðum og rótgrónum vanda sem misrétti kynjanna er í íslensku þjóðfélagi. Látum staðreyndirnar tala sínu máli. Þegar haft er í huga, að karlar og konur hafa haft jafnan rétt til náms í menntastofnunum lands- ins síðan 1911, þá hljóta eftirfar- andi upplýsingar að vekja áleitn- ar spurningar. Framhald á bls. 57. 25*

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.