19. júní - 19.06.1976, Síða 35
Alltaf, þegar ég sé Melaskólann, dettur mér i hug rúgbrauð með kæfu . . .
yfir umhverfinu.
Hvers konar tónverk flytjið þið?
Mér finnst að helst megi
likja henni við einhvers kon-
ar nútíma „kammermúsík“.
Við semjum að mestu leyti með
litla sali í huga og tiltölulega fáa
áheyrendur, notum hvorki raf-
magnshljóðfæri né hátalara. Við
náum líka mun nánara og
mannlegra sambandi við fólk
samanborið við „Show
músikina“, sem byggir á ljósköst-
urum, glitrandi búningum og
feikna hávaða, — þar er tónlistin
orðin aukaatriði.
Hvar hafið þið komið fram og
hvernig hafaykkur þótt undirtektirnar?
Við höfum haldið konserta í
gagnfræðaskólum, mennta-
skólum og á ýmsum menningar-
vikum og yfirleitt líkað mjög vel
móttökurnar. Fólk gerir orðið
geysimiklar kröfur, — vill alltaf
eitthvað nýtt, en gerir sér oft ekki
grein fyrir hvað svona flutningur
krefst gífurlegs undirbúnings við
að semja og æfa ljóð, leikrit og
tónlist.
Annars höfum við mjög
mikinn áhuga fyrir, að til væri
heppilegur staður fyrir svona
flutning, þar sem fleiri gætu lagt
sitt af mörkum, spilað, sungið og
leikið.
Urn hvað syngið þið?
Við tökum gjarnan efni, sem er
ofarlega í hugum fólks, t.d. höf-
um við samið leikþátt um land-
helgismálið, — eða eitthvað sem
okkur dettur í hug. Við höfum
sungið um sólarferðir, hjálp-
ræðisherinn, áfengið. Við erum
lítið gefin fyrir þrúgandi
predikun um t.d. hvernig búið er
að spilla umhverfinu með
mengun, heldur setjum við boð-
skapinn í léttan búning, bendum
á hlutina, — við erum fjarskalega
rómantísk, segir Sigrún og hlær.
Hvernig hagið þið œfingum?
Ég ætlaði að fá mér vinnu
jafnframt því að æfa með
Spilverkinu, en það hefur ekki
gengið vel að samræma þetta.
Við höfum yfirleitt byrjað kl. 1 og
höldum áfram til kl. 6—8 alla
daga vikunnar, oft á sunnu-
dögum líka. Auðvitað fer það
dálítið eftir veðri og vindum
hvernig æfingar takast.
Hvernig verður lag til?
Kannski kemur einhver með
lagstúf. Honum er smávegis
breytt — við höldum öllum
breytingarmöguleikum opnum.
Ef einhver er ekki sáttur, er við-
eigandi breyting gerð. T.d. er svo
öðrum bút úr öðru lagi bætt við,
haldið áfram að breyta, þangað
til allir eru ánægðir með lagið,
sem í endanlegri mynd er e.t.v.
samsett úr mörgum lagabútum.
Síðan er reynt að pússa söng og
spileri og kaflar raddaðir. Oft eru
gerðar 10—20 tilraunir, áður en
endanleg röddun finnst. Svo er
fínpússað með auka og ásláttar-
hljóðfærum. í gegnum svona síu
ganga lög, sem ákveðið er að taka
— mörgum er hafnað.
33