19. júní - 19.06.1976, Side 36
Hvernig komst þú inn í Spilverkið,
Sigrún?
Ég var að syngja Habanera úr
Carmen ofan í skúringarfötuna,
segir Sigrún og brosir við, eitt
kvöldið hjá Sál. Eg var þar við
leiklistarnám einn vetur og við
skiptumst á að skúra á kvöldin.
Strákarnir úr Spilverkinu áttu
leið um og heyrðu í mér hljóðin,
kíktu inn og spurðu hvort ég vildi
ekki skemmta með þeim nokkr-
um dögum seinna hjá Mennta-
skólanum í Hamrahlíð, — hvað
ég og gerði. Seinna um sumarið
voru þeir að taka upp plötu og
buðu mér að koma og sjá
„stúdíó“vinnubrögðin. Þeir
sögðu mér að fara inn í
„stúdíó-herbergið, ég fékk
heyrnartól á höfuðið þannig að ég
heyrði lögin og síðan „impróví-
seraði“ ég ofan á lögin „Lazy
Við þýddum leikritið, teikn-
uðum og smíðuðum leiktjöldin
daisy“ og „Old man“.
Eftir þetta fóru þeir þess á leit
við mig að ég yrði með þeim
áfram. Þetta var síðastliðið haust
og ég hafði hugsað mér að fara í
Ríkisleiklistarskólann, en þar
hefði ég ekki mátt koma fram
samkvæmt reglum skólans. Ég
hugsaði sem svo, skólinn hleypur
ekki frá mér, en ég fæ varla aftur
tækifæri til að syngja með Spil-
verkinu, — og sló til.
Hvað ertu gömul og hvað hefurðu
venð að gera fram að þessu?
Ég er voða ung og lítil, svarar
Sigrún og hlær, er fædd 1955 í
Reykjavík og hef alltaf átt heima
í Vesturbænum; gekk í Mela-
Við erum að mörgu leyti líkar — báðar ólæknandi lífsnautnaseggir.
m: ^
34
t