19. júní - 19.06.1976, Page 39
Flestir vita hvað venjulega
liggur í orðinu kvenfrelsi: lög-
heimilað jafnrétti karla og
kvenna. En í orðinu frelsi liggur
önnur og dýpri merking en lög-
heimiluð réttindi. f því felst að
vera frjáls andlega og líkamlega,
og lítið þýðir að hafa frelsi í orði
en ekki á borði. Til lítils er að
hrópa hátt á frelsið, en binda
sjálfan sig jafnframt á klafa tild-
urs og tísku.
Er það að vera frjáls, að geta
ekki lyft svo hendi eða fæti, að
ekki fljúgi í hugann: „Ætli það sé
kvenlegt?“ Er það að vera frjáls,
að geta ekki hnýtt á sig slifsi eða
klætt sig í fat, án þess að spyrja
sjálfa sig, hvort það sé í samræmi
við tískuna? Eg neita því fastlega.
Enginn er frjáls, sem lætur gaml-
ar venjur og hleypidóma stjórna
hverju sínu fótmáli.
En furða er það ekki, þó að við
íslensku stúlkurnar breytum
svona. Um aðra tala ég ekki.
Þekki aðeins fsland og íslend-
inga. Frá því að við vorum svo
ungar, fyrst, þegar við munum
eftir okkur, hefir verið sagt við
okkur: ,,Þú mátt ekki fljúgast á
við strákana. Það er svo ókVen-
legt!“ „Ósköp var á þér að koma
ríðandi berbakað heim í hlaðið.
Þú áttir að fara af baki ofan við
garðinn, svo gestirnir sæju það
ekki; það er svo ókvenlegt o. s.
frv.“ En hvað er þá kvenlegt? Er
kvenlegt að vera sá aumingi, að
komast ekki á bak á hest, eða
bæjarleið, án karlmannshjálpar?
Er kvenlegt að hrópa: „Guð al-
máttugur!“ ef barn rekur upp org
eða fluga eða mús — þessi
hræðilegu dýr(!) — sjást ein-
hversstaðar nærri? Það er blátt
áfram uppgerð og tepruskapur,
Grein þessi birtist í KVENNABLAÐINU 1907. Ritstjóri var
Bríet Bjamhéðinsdóttir, fyrsti formaður K.R.F.I.
Þessi mynd er tekin af sæmdarfólki á Isafirði, einhvern tima um svipað leyti
°g grein þessi er skrifuð. Ekki hefur okkur tekist að komast á snoðir um hvaða
fólk þetta er, en gaman væri ef einhverjir lesendur 19. júní gætu upplýst það.
hverjum heiðarlegum manni,
karli og konu til stórskammar og
svivirðu.
Enn vitum við ekki, hvernig
alþingi og stjórn verða við kröf-
um okkar um kosningarétt. Eng-
inn óskar innilegar en ég, að
svörin þau verði góð og engin
kona mundi fúsari hagnýta sér
þann rétt en ég. En ég vil hafa
meira frelsi, andlegt frelsi, svo við
verðum færar um að hrinda af
okkur þeim böndum, sem binda
okkur við gamlar kreddur;
kreddur, sem aldrei hefðu átt að
vera til. Byrjum með því að
kenna stúlkubörnunum, að þær
séu menn fyrst og fremst; hugs-
andi, frjálsar verur, á jafnháu
stigi og karlmenn: „neisti af guðs
lifandi sál“. Kennum þeim, að
þær geti gengið óstuddar, þurfi
ekki að standa undir verndar-
væng karlmannanna. Þá rís upp
hið sanna kvenfrelsi á íslandi. Og
þá getur enginn sagt, að við höf-
um ekkert við kosningarétt að
gera.
Þar vildi ég vera, sem kven-
þjóðin hefði fundið sálu sína, —
allar konur. Væri búin að grafa
hana upp úr dýki prjálp og upp-
gerðar. Því við erum engir hug-
leysingjar. Við þorum að reyna
að „vogun vinnur og vogun tap-
ar“, ef við gætum einungis allar
trúað, að það sé kvenlegt. Hefð-
um ætíð hugfast, að teprudósin,
sem ekki getur riðið yfir áar-
sprænu eða hoppað yfir læk
óstudd, er þúsundfalt minna virði
en hin, sem leggur alla krafta sína
fram til þess, að stríða og sigra, án
þess að hugsa um, hvort það sé
ókvenlegt eða ekki, þó hin fyrr-
nefnda se ef til vill álitlegri sýnum
eða betur búin.
Renni sú öld yfir Island, að
tískubrúðan og teprudósin verði
athlægi allra! þá er kvenfrelsi í
landi. Fyrr ekki.
Þingeysk