19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 43

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 43
fara út að vinna.“ „Það er augljóst réttlætismál, að Guðrún hafi tækifæri til náms og starfs ekki síður en ég og sjálf telur hún, að það hafi verið sér mjög mikilvægt. Fyrir bragðið er hún mér meira virði sem mann- eskja og félagi, auk þess sem ég kynnist hennar áhugamálum og starfi — verð kannski síður verk- fræðilegur „fagidjót“. I sumar t.d. verðum við ásamt Hannesi Högna í Breiðuvík, þar sem við Guðrún munum vinna á vist- heimili fyrir unglinga.“ „Það hefur sjálfsagt margt stuðlað að því að gera þetta fyrirkomulag eðlilegt fyrir okkur“, segir Vilhjálmur. „Við höfum bæði dvalist við nám í Bandaríkjunum og Noregi, og við það að upplifa í raun að sinn er siður í landi hverju, verður maður ónæmari fyrir skoðunum annarra um hvernig hlutirnir „eigi að vera“ og á auðveldara með að breyta eins og maður sjálfur telur best. Við höfðum líka þrjú ár til að koma sambúð okkar og samvinnu á fastan grundvöll, áður en Hannes Högni fæddist og gerð- um upp við okkur á þeim tíma, hvernig við vildum haga barna- uppeldi og heimilishaldi. Mér hefur heldur aldrei þótt undarlegt að sjá karlmenn við heimilisstörf. Pabbi sinnti okkur krökkunum eins mikið og hann hafði tíma til — við vorum reyndar sjö — og hann var ólatur við að hjálpa mömmu, eins og það hét þá.“ „Nei, ég hjálpa ekki Guðrúnu,“ svarar hann og hlær að slíkri spurningu. „Við hjálpumst að við flest störf, en samt verður einhver verkaskipting — kannski af vana.“ „Þar sem ég er elstur í systkinahópnum hafði ég meiri reynslu en Guðrún í meðferð ungbarna og það kom af sjálfu sér að ég annaðist Hannes Högna mikið frá upphafi. Ég hef heyrt þá kenningu, að ungum börnum sé óhollt að tengjast náið fleiri en einni manneskju, en reynslan af Hannesi Högna hefur alls ekki bent til þess, að tvær manneskjur væru honum um megn, heldur þvert á móti. Hannesi Högna var alveg sama hvort okkar annaðist hann. Það er líka trygging fyrir barnið ef eitthvað kemur fyrir annað foreldrið. Svo er það líka I okkar menningu er karlmönnum ætlað að bæla tilfinningar sínar meira en konur gera. mjög slæmt fyrir barnið, ef eina manneskjan sem gætir þess er, meðvituð eða ómeðvituð, óánægð með sitt hlutskipti. Hannes Högni var fyrirferðar- mikill sem ungbarn og þá kom sér vel að geta skipst á að vera með hann.“ Ég spurði um bakpokann, sem Hannes Högni situr oft í. > Já, Hannes Högni hefur verið í þremur pokum frá upphafi. Sem ungabarn undi hann sér hvergi betur en í litlum þar til gerðum poka, sem við bárum framan á okkur — þetta var eins konar framhald á dvölinni í móður- kviði. Rúmlega sex mánaða gamall gat hann setið í bakpoka og sleit honum á rúmu ári. Það er miklu auðveldara að hafa hann með sér á þennan hátt, en í kerru — svo ég tali nú ekki um þegar krækja þarf fyrir bílana sem leggja UPP um allar gangstéttir hérna í gamla bænum. 1 bakpoka sér barnið umhverfið — það er áberandi hve fljótt Hannes Högni lærði að rata og fékk til- finningu fyrir umferðinni — og ekki þarf að skilja barnið eftir fyrir utan verslanir eða skrifstof- ur, þar sem það gæti vaknað og orðið skelkað. Það er líka auð- veldara að tala við barnið í pok- anum, t.d. um það sem fyrir auga ber. Ég rausaði alltaf heil ósköp við Hannes Högna löngu áður en hann fór sjálfur að tala.“ Eg spurði Vilhjálm, hvað hann héldi um skoðanir Dr. Spocks og fleiri, að karlmenn væru ekki eins blíðlyndir og konur, t.d. gagnvart börnum. „Ég tel það fráleitt. Ef munur- inn er merkjanlegur, álit ég það stafa af því að í okkar menningu er karlmönnum ætlað að bæla tilfinningar sínar meira en konur gera. Því ætti það að vera kær- komin tilfinningaleg útrás fyrir karlmann að annast börn sín. Hin hefðbundna verkaskipting á þessu sviði er líka hróplegt mis- rétti i garð okkar karlmann- anna.“ ,Já ég tók þátt í ráðstefnunni um dagvistunarmál núna um síðustu helgi,“ svarar hann, spurningu þar að lútandi, „og fannst mér sú skoðun of ríkjandi þar, að barnaheimili væru fyrst og fremst til þess að konur kæm- ust út að vinna. Mér finnst lítill skilningur á því, að feðrum kunni að vera einhver akkur í því líka. Dagvistunarmálin þurfa nauð- synlega að komast í betra horf. Við sem stöndum að Hálsakoti höfum lært mikið og teljum að lítil einkadagheimili á borð við það hafi marga kosti. Foreldr- arnir eru virkir þátttakendur í öllu sem þar fer fram — við Franihald á bls. 55. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.