19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 46
Samþykkt á Alþingi 1976
Lög um jafnrétti karla og kvenrva
I marz s.l. var lagt fram á Al-
þingi frumvarp til laga um jafn-
stöðu kvenna og karla. Frumvarp
þetta var afgreitt sem lög þann
18. maí, og er heiti þeirra — lög
um jafnrétti kvenna og karla. 1 1.
grein þeirra er að finna þá
stefnuyfirlýsingu löggjafans, að
þeim sé ætlað að stuðla að jafn-
rétti og jafnri stöðu kvenna og
karla.
Aðdragandi lagasetningar
þessarar er sá, að í ágústmánuði
1975 fól Gunnar Thoroddsen fé-
lagsmálaráðherra Guðrúnu
Erlendsdóttur, hrl., formanni
kvennaársnefndar og Jafnlauna-
ráðs og Hallgrími Dalberg, ráðu-
neytisstjóra félagsmálaráðu-
neytisins að semja frumvarp til
laga um jafnrétti og jafnstöðu
kvenna og karla. Áður en
frumvarpið var lagt fram á
Alþingi, var það sent samtökum
kvenna til kynningar, og meðan
frumvarpið var í meðförum
Alþingis, var leitað formlegra
umsagna ýmissa annarra sam-
taka.
Eins og áður segir er hlutverk
og tilgangur laganna að stuðla að
jafnrétti og jafnri stöðu kvenna
og karla. í athugasemdum með
lagafrumvarpinu segir m.a.:
„Þótt konur og karlar búi við
sama lagalegan rétt til menntun-
ar, atvinnu og launa, þá skortir í
raun nokkuð á, að jafnrétti kynj-
anna ríki á þessum sviðum.
Það er staðreynd, að atvinnulíf
landsins greinist í ákveðin
kvennastörf og karlastörf. Konur
sinna heimilisstörfum, barna-
gæslu og ýmis konar þjónustu-
störfum, en karlar eru hins vegar
44
ríkjandi við stjórnun, tæknistörf
og aðalatvinnuvegi þjóðarinnar.
Þrátt fyrir lagalegan rétt skipa
konur á mörgum sviðum ekki
sama sess og karlar og veldur þar
miklu um hin rótgróna og hefð-
bundna hlutverkaskipan kynj-
anna í þjóðfélagi okkar, sem við-
gengst án þess að aðilar eigi í raun
og veru nokkurt val.
Lýðræðislegt þjóðfélag byggir
á jafnrétti og frelsi til að velja sér
lífsstarf. Flestir eru sammála um,
að nauðsynlegt sé að gera konum
auðveldara um val á lífsstarfi, en
til þess að slíkt sé mögulegt, þurfa
karlmenn að verða virkari þátt-
takendur við heimilisstörf.
I skýrslu námsbrautar í þjóð-
félagsfræðum við Háskóla fslands
til félagsmálaráðuneytisins, sem
út kom vorið 1975 og fjallar um
raunverulegt jafnrétti karla og
kvenna, að því er varðar
menntun, störf, launakjör, og
hvers kyns þátttöku í félagslegum
verkefnum, kemur fram, að
konur hafa almennt minni og
einhæfari menntun en karlar.
Einnig kemur fram í skýrslu
þessari, að þjóðfélagsleg forysta á
Alþingi, í sveitarstjórnum, í
embættismannakerfi, stjórn-
málaflokkum og hagsmunasam-
tökum er nær algerlega í höndum
karla. f niðurstöðum skýrslunnar
kemur fram, að án nýrra aðgerða
og breyttra viðhorfa verði ekki
um að ræða umtalsverðar breyt-
ingar í jafnréttismálum kynjanna
í náinni framtíð.
Hvað snertir sömu laun fyrir
sömu störf til handa konum og
körlum, þá voru opinberir starfs-
menn fyrsta starfsstéttin, sem
hlaut lögverndað launajafnrétti
kynjanna. Það var á árinu 1954. f
lögum um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins, nr. 38 frá
1954, 3. gr., segir svo: „Konur og
karlar hafa jafnan rétt til opin-
berra starfa og til sömu launa
fyrir sömu störf.“ Á árinu 1961
voru sett lög um almennan
launajöfnuð kvenna og karla og
skyldi honum náð 1967. Þessi lög
voru sett í samræmi við full-
gildingu samþykktar Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar nr.
100, sem fullgilt var af íslands
hálfu hinn 17. febrúar 1958. Með
henni skuldbatt ísland sig til að
tryggja jöfn laun til kvenna og
karla fyrir jafnverðmæt störf.
Á árinu 1964 fullgilti ísland
fyrir sitt leyti samþykkt Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar nr.
111 um útrýmingu á hvers konar
misrétti í atvinnu eða starfi.
Á árinu 1973 voru sett lög um
Jafnlaunaráð, er kveða á um, að
konum og körlum beri að fá sömu
laun fyrir jafnverðmæt störf og
atvinnurekendum sé óheimilt að
mismuna starfsfólki eftir kyn-
ferði. Jafnlaunaráði er ætlað að
tryggja framkvæmd laga um
jafnrétti kynjanna í atvinnu-
lífinu, og hefur starfsemi Jafn-
launaráðs gefið góða raun.
En þrátt fyrir lagalegt jafnrétti
til menntunar, atvinnu, launa og
stjórnmálalegrar þátttöku, þá
ríkir hér enn nokkurt misrétti
milli kvenna og karla á mörgum
sviðum.
Til þess að flýta fyrir jafn-
réttisþróun ákváðu Sameinuðu
þjóðirnar að árið 1975 yrði
útnefnt alþjóðlegt kvennaár.