19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 49

19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 49
íslenskar konur, sem til náðist með stuttum fyrirvara og vitað var að myndu hafa gagn og gam- an af að hitta þær Inger Marga- rethe og Olgu. Á þessum fundi var ýmislegt rætt, m.a. um óvígða sambúð, tryggingamál og skatta- mál svo eitthvað sé nefnt. Var þessi fundur bæði fróðlegur og skemmtilegur. Á tveimur af þremur félags- fundum á sl. ári var rætt um skattamál. Á fundi 9. maí 1975 ræddi Guðmundur Magnússon um ný- legar breytingar á skattalögum og ýmsar hugmyndir um frekari breytingar, m.a. svonefnda helmingaskiptareglu við skatt- lagningu hjóna. Á fundi 9. febrúar s.l. höfðu svo Adda Bára Sigfúsdóttir og Kjart- an Jóhannsson framsögu um það, hvort leggja bæri niður tekju- skatt. Á fundi 12. nóvember s.l. var svo umræðuefnið: „Raunhæf þátttaka kvenna í stjórnmálum. Hvaða ráðum skal beita til að auka hana?— Frummælendur á þessum fundi voru frá öllum stjórnmálaflokkum, en það voru: Gylfi Þ. Ghlason, Svava Jakobs- dóttir, Sgi Tryggvason, Ólafur Ragnar Grímsson og Ellert B. Schram. Starf félagsins s.l. ár ein- kenndist að sjálfsögðu mjög af kvennaárinu og þátttöku í þeim atburðum, sem áttu sér stað í til- efni þess. Er þar helst að nefna: (1) sýninguna „Listiðja í dagsins önn“, þar sem sýndir voru list- munir unnir af konum í Græn- landi, á Islandi, í Færeyjum, á Álandseyjum og af Sömum; 2) hátíðafund í Háskólabíói; (3) ráðstefnu á Loftleiðum og (4) Kvennafríið 24. október, en KRFÍ lánaði húsnæði sitt á Hallveigarstöðum endurgjalds- laust til undirbúningsvinnu og úrvinnslu þess mikla atburðar. Þá tóku einstakir félagsmenn mikinn þátt í fundum og sam- komum í tilefni kvennaárs, ýmist á vegum félagsins eða sem ein- staklingar. Eins og jafnan áður hefur stjórn félagsins fylgst með þeim málum, sem verið hafa í brenni- punkti hverju sinni og reynt að hafa áhrif á gang þeirra. Má í þvf sambandi nefna, að stjórnin sendi Alþingi álitsgerð um frumvarp til laga um fæðingarorlof, sem nú er orðið að lögum. Stjórnin studdi þetta mál af alefli og taldi þessa lagasetningu stórt skref í átt til jafnréttis kvenna á vinnumark- aði. Enn fremur fóru 3 konur úr félaginu niður í Alþingishús og tóku þingmenn tali og reyndu að sannfæra þá um gildi slíkrar lagasetningar fyrir konur í A.S.Í. Reynslan af þessu frumkvæði varð sú, að telja verður að slíkar heimsóknir geti haft úrslitaþýð- ingu á framvindu mála þar neðra. Stjórn KRFl sendi útvarps- ráði, þá nýkjörnu, bréf þess efnis, að það gætti þess, að konur nytu jafnt við karla þess réttar að koma fram í útvarpi og sjónvarpi, við gerð dagskrárefnis og erinda- flutnings. Bauðst stjórnin til að vera ráðinu innan handar um val flytjenda og efnis, og lagði m.a. til 2 erindi, sem flutt höfðu verið á félagsfundi hjá KRFl I tíð fyrrverandi stjórnar hafði póst- og símamálastjórn verið rit- að bréf og þess óskað, að gefið yrði út frímerki í tilefni kvennaárs, með mynd af Bríetu Bjarnhéðinsdóttur. Eftir að bréf þetta hafði verið ítrekað barst loks svar þess efnis, að fyrir löngu væri búið að ákveða alla frí- merkjaútgáfu á árinu 1975, en hugsanlegt væri að til þess gæti komið síðar og hefði bréfinu verið komið til þeirra aðila, sem um útgáfuna sjá og væri þar til athugunar. Seint á árinu 1974 stofnaði fjármálaráðherra starfshóp til að endurskoða tryggingalöggjöfina og lög um tekju- og eignaskatt. I þennan starfshóp fékk hann „að sjálfsögðu“ eingöngu karlmenn. Stjórn KRFÍ skrifaði fjármála- ráðherra bréf og óskaði eftir að fá aðild að þessum starfshópi, og vísaði í því sambandi til fyrri af- skipta félagsins af þessum mál- um. Ekkert svar hefur enn borist, þrátt fyrir ítrekaðar munnlegar fyrirspurnir. Þar sem það virtist borin von að félagið fengi nokkuð að fylgj- ast með þeirri tillögusmíð í skattamálum, sem fram fer nú i fjármálaráðuneytinu, ákvað stjórnin að koma á fót starfshópi um skattamál. Var haft samband við fjölmarga félagsmenn og hittust þeir nokkrum sinnum. Verður starfið tekið upp aftur af krafti á næsta hausti. I júní 1975 barst KRFÍ boð frá Norsk kvinnesaksforening í Osló um að senda þátttakendur á ráð- stefnu, sem félagið gekkst fyrir á Voksenáser. við Osló 29. — 1. okt. s.l. Fjallaö var þar um ,Kvinner i Massemedia“ (kon- ur í fjölmiðlum), og var þess óskað að þátttakend- urnir störfuðu við fjölmiðla. K.R.F.I. fékk styrk frá mennta- málaráðunevtinu til að senda einn fulh.úa á ráðstefnuna, en niðurstaðan varð sú, að tvær konur skiptu styrknum á milli sfn. Voru það þær Margrét R. Bjarnason og Fríða Björnsdóttir. Á þessari ráðstefnu var ákveðið, Framhald á bls. 58. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.