19. júní


19. júní - 19.06.1976, Side 54

19. júní - 19.06.1976, Side 54
hug á að læra eitthvað, sem er ekki viðtekið „konufag“ t.d. verkfræði eða læknisfræði. Hérna er B.S. gráða í líffræði skilyrði fyrir því að hefja nám í læknis- fræði og e.t.v. byrjar stúlkan á því að leita til námsráðgjafa og fá upplýsingar um það, hvernig eigi að komast í heilbrigðisgrein- arnar. Og námsráðgjafinn byrjar á að spyrja, hvort hún sé ekki að hugsa um að fara í hjúkrun. Þær, sem komast yfir þessa hindrun eru þær viljasterku. Talið er að innan fárra ára muni meðaltal kvenumsækjenda við læknaskóla vera um 30% um- sækjendanna. Samt er við ramman reip að draga, því konum í læknisnámi er sífellt ráðlagt að fara ekki í þetta eða hitt sérnámið, það sé svo óheppi- legt fyrir konur. Konur í lækna- stétt, sem eru við kennslu, eiga örðugt með að ná launum til jafns við karla og þær fá ekki stöðu- hækkanir með sama hraða og þeir o.s.frv. Hérna í Bandaríkjunum hefur verið til umræðu og athugunar, hvort setja skuli á svokallað „kvótakerfi“ við framhaldsskóla. Fræðslukerfið hér er frábrugðið þvi sem gerist á Islandi, þar sem rikið greiðir alla menntun. I ,,kvótakerfi“ felst, að ef skóli skuldbindur sig til að taka inn ákveðna hlutfallstölu af konum og öðrum hópum, t.d. þeldökka, sem eiga óhægt um vik annað hvort vegna fordóma eða lakrar þjóðfélagsstöðu, þá á hann kost á ríkisstyrk. Umræðan snýst um það hjá skólanefndunum, að ef þetta kerfi væri tekið upp gæti farið svo, að það lækkaði „standard“ skól- anna. Ekki er víst að svo stórir hópar af þeim, sem tilteknir voru, séu fyrir hendi, er uppfylla lág- marks inngönguskilyrði í skólana og þá myndi skólinn verða að taka inn einstaklinga, sem ekki uppfylltu skilyrðin aðeins til þess að fá ríkisstyrkinn. Mörgum þykir þetta tvíeggjað, bæði fyrir skólann og nemendurna. Sum börn af lituðum kynþætti fá ónóga fræðslu á barnaskólastigi og er álit margra að einmitt þar verði að byrja og siðan þróist framhaldið sjálfkrafa. Ég hefi heyrt, að heima á Is- landi, sé umræða um það hvort veita skuli konum tímabundin forréttindi til þess að þær nái fljótar jafnstöðu. Ég tel að það muni síður verða til framdráttar er til lengdar lætur og að eðlilegra sé að taka á málinu í leikskólum, forskólum og skyldunámsstigi og þá muni ekki þurfa nein forrétt- indi, enda eru þau vart sættanleg ef barist er fyrir jafnrétti.“ eins og bretar gera, að konur hafi jafnan rétt og karlar til að kaupa tryggingar, taka bankalán og fá námslán. Hins vegar er hvergi í bresku lögunum grein sam- bærileg við 8. gr. íslenska frum- varpsins um bann við auglýs- ingum, sem geti orðið öðru kyn- inu til minnkunar eða Iítilsvirð- ingar. Þar mættu bretar taka ís- lenska frumvarpið sér til fyrir- myndar. Bretar hafa ákvæði um Jafn- stöðuráð í sínum lögum eins og gert er ráð fyrir í íslenska frum- varpinu. Það á að skila árlegri skýrslu um þróun baráttunnar gegn kynferðislegri mismunun. Þá skýrslu á bæði að prenta og leggja fyrir þingið. Þetta ákvæði er ákveðnara en samsvarandi grein íslenska frumvarpsins um skyldu ráðsins til að fylgjast með þróuninni „og gera tillögur til breytinga til samræmis við til- gang þessara laga“ (10,3). Þegar á heildina er litið virðast bresku lögin ekki eins afdráttar- laus og skýr og íslenska frum- varpið. Eins og er væri oft auðvelt að fara í kringum bresku lögin, og þar með missa þau töluvert af notagildi sínu. Þótt stutt sé virðist íslenska frumvarpið laggott, og auðvelt væri fyrir almenning að kynna sér það og notfæra. Þá fyrst er framkvæmd laga í góðum höndum. Silja Aðalsteinsdóttir Frá Bandaríkjunum Ung íslenzk stúlka, Ellen Mooney, sem er við nám í læknisfræði við háskóla í Missouri í Bandarikjum iSorður Ameríku, hefur sent ritnefnd „19. júní“ fréttapistil. Hún segir: „Þar eð ég er læknanemi vil ég skrifa nokkur orð um inngöngu kvenna í læknaskóla hér um slóðir. Margar ungar stúlkur hafa 52 L.andsfundur KRFI Landsfundur Kvenréttinda- félags íslands er haldinn á fjög- urra ára fresti. 14. landsfundur félagsins var haldinn dagana 18.—21. júní 1976. Fundurinn var settur með sérstökum kvöldfundi á Hótel Sögu föstu- daginn 18. júní kl. 20.30, og var hann opinn öllum félagsmönnum og öðrum, sem áhuga hafa á starfi félagsins. Fundarstörf hófust á Hall- veigarstöðum laugardaginn 19. júní kl. 9.30, og voru þá fluttar skýrslur um starf félagsins und- anfarin 4 ár. Eftir hádegi var síðan tekið fyrir aðalefni fund- arins, sem var: „Uppeldi og starfsval á jafnréttisgrundvelli“. Þessu efni var skipt í 3 flokka: 1. Frumbernska og forskólaskeið.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.