19. júní


19. júní - 19.06.1976, Side 56

19. júní - 19.06.1976, Side 56
—BROSTNIR ANNA RÓSA ÞORVALDSDÓTTIR var fædd á Flugumýri í Skagafirði 21. mai 1886, dáin í Reykjavík 21. apríl 1976. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Vigdís Steingrímsdóttir og Þorvaldur Ari Arason, bóndi á Flugu- mýri, og síðar bóndi og póstafgreiðslu- maður á Víðimýri. Anna ólst upp ásamt systkinum sínum á heimili foreldra sinna og hlaut ágæta menntun. Flún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi og Flensborgarskólann og tók kennarapróf þaðan. Árin 1909—1911 nam hún við kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Hún var um skeið kennari við barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki og kennari, og síðar skólastjóri, við Kvennaskólann á Blönduósi 1911—1923, en lét þar af kennslu þegar skólanum var breytt i húsmæðraskóla. Hún þótti afbragðs kennari, ekki hvað síst i móðurmálinu og geyma gamlir nemendur hennar góðar minningar frá þeim kennslustundum í þakklátum huga. Skömmu eftir að Anna hætti skólastjórn á Blönduósi fluttist hún til Reykjavíkur, og átti þar siðan heima til dauðadags. Hún var þar við kennslu fyrstu árin, en 1928 réðst hún til skrif- stofustarfa hjá Rafmagnsveitu Reykja- vikur og gegndi þvi starfi þar til hún hætti fyrir aldurs sakir. Anna hafði mikinn áhuga á íslenskum bókmenntum, bæði fornum og nýjum, einkum þó ljóðum, og kunni óhemju mikið eftir uppáhalds höfunda sina. Anna var ógift og barnlaus. EVA JÓHANNESSON var fædd 10. júni 1905 i Kaupmannahöfn, dáin i Reykjavik 6. desember 1974. Foreldrar hennar voru hjónin Charlotte Marie og Niels Fridrik Hansen, kaupmaður, bæði dönsk að þjóðerni. Ung að árum kemur Eva til Reykjavikur, haldin ævintýraþrá æskunnar að kanna ókunna stigu. Hún var þá ráðin til starfa hjá þeim Rósen- berg-hjónunum á Hótel Island. Eftir nokkurra ára dvöl þar, giftist hún Elíasi Jóhannessyni, rakara 1928, og stofnuðu þau heimili sitt i Reykjavik, þar sem hann starfrækti rakarastofu. Hjónaband þeirra varð eigi langt, þvi Elias lést árið 1936. Þá fór hún að vinna i danska sendiráðinu og starfaði þar um nokkurra ára skeið, en réðst þá til starfa við póst- húsið í Reykjavik og vann þar síðan þar til hún varð að láta af störfum vegna HLEKKIR veikinda skömmu fyrir andlátið. Eva var ein af stofnendum Dansk kvindeklub 3. maí 1951. Hún var fyrsti formaður og lengi i stjórn. Til marks um ötult starf hennar i þessum félagsskap má nefna, að þegar Margrét Danadrottning kom hingað í opinbera heimsókn árið 1973 sæmdi hún hana heiðursmerki fyrir störf hennar i þágu danskra kvenna, búsettra á Islandi. Þótt Eva væri þannig trú upp- runa sinum, var hún jafnframt sannur og góður íslenskur þegn. Hún hafði t.d. mikinn áhuga á handritamálinu og skrifaði greinar í dönsk blöð, málstað Islendinga til framdráttar. Eva var um árabil félagi í Kvenréttindafélagi Islands og alltaf fús til starfa, þegar til hennar var leitað. Þau Eva og Elias áttu þrjú börn. HALLA LOVÍSA LOFTSDÓTTIR var fædd 12. júní 1886 i Stóra-Kollabæ í Fljótshlið, dáin í Reykjavík 15. nóvember 1975. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Bárðardóttir og Loftur Loftsson bóndi. Halla ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum fyrst í Fljótshliðinni, en fluttist um fermingar- aldur með þeim út i Hrunamannahrepp. Haustið 1911 giftist hún Ámunda Guð- mundssyni og hófu þau búskap á Sandlæk í Gnúpverjahreppi. Haustið 1918 andaðist Ámundi, úr spönsku veik- inni svonefndu, frá eiginkonunni og fimm ungum börnum þeirra. Loftur, bróðir Höllu, sem þá hafði nýlega lokið búfræðinámi, gerðist þá ráðsmaður hjá henni og varð henni þvi fært að halda áfram búskap og hafa öll börnin hjá sér. Þau systkinin bjuggu saman á Sandlæk þar til Halla fluttist til Reykjavíkur árið 1931 með yngsta son sinn þá fimmtán ára gamlan. Hann var alla ævi haldinn alvarlegum hjartasjúkdómi og lést á æskuskeiði. Eftir að Halla flutti til Reykjavíkur stundaði hún ýmissa heimavinnu, einkum vélprjón. Hún var mjög áhugasöm um ýmis félags- og menningarmál og var lengi starfandi í Kvenréttindafélagi Islands, einnig Mæðrafélaginu og Kvenfélagi Óháða safnaðarins, og átti sæti í stjórn þeirra beggja. Halla var mikill bókaunnandi og las mikið, en einkum hafði hún mikið yndi af ljóðum, enda sjálf ágætlega skáldmælt, og munu margir minnast þess hversu vel hún flutti ljóð, bæði eftir sjálfa sig og aðra. Seint á s.l. ári kom út ljóðabók eftir hana. Sigríður, elsta barn Höllu, bjó með móður sinni mestalla ævi hennar. JÓRUNN LOFTSDÓTTIR var fædd 26. október 1897 á Miðhóli í Sléttuhlið í Skagafirði, dáin 26. maí 1975 í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru hjónin Ingi- björg Þóroddsdóttir og Loftur Jónsson bóndi. Jórunn ólst upp í Sléttuhliðinni hjá foreldrum sínum, ásamt mörgum systkinum, á Miðhóli og síðar Mýrum. Þegar hún var innan við fermingu missti hún móður sína og fór þá til móðurbróð- ur síns, séra Pálma Þóroddssonar á Hofsósi og var þar síðan, það sem eftir var uppvaxtaráranna. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Jórunn giftist Guðmundi Andréssyni bónda, en þau slitu samvistum eftir stutta sambúð. Þau eignuðust tvö börn. Árið 1929 fluttist Jórunn með börn sín til Reykjavíkur og átti heima þar upp frá því. Eftir að Jórunn kom til Reykjavíkur stundaði hún ýmsa vinnu, en lengst vann hún við saumaskap. Jórunn var félags- lynd kona. Hún var árum saman í Kvenréttindafélagi Islands, en var auk þess starfandi í ýmsum öðrum félögum og má þar t.d. nefna Húsmæðrafélag Reykjavíkur og Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík. SIGRlÐUR BJÖRNSDÓTTIR var fædd 5. júni 1891 í Miklabæ i Skagafirði, dáin 31. maí 1975 í Reykjavík. Foreldrar hcnnar voru hjónin Guðfinna Jensdóttir og Björn Jónsson prófastur. Sigríður ólst upp á mannmörgu myndarheimili for- eldra sinna i stórum systkinahóp, og naut góðrar menntunar. Hún tók kennarapróf við Flensborgarskóla og sótti siðar kennaranámskeið. Hún stundaði barna- kennslu mikinn hluta ævinnar, fyrst sem ung stúlka í heimabyggð sinni í Skaga- firði, siðan í Borgarfirði meðan hún var þar prestskona, og loks eftir að hún fluttist til Reykjavikur hafði hún árum saman á hendi barnakennslu við Land- spítalann. Rúmlega tvítug giftist Sig- ríður sveitunga sínum, Eiríki Alberts- syni, sem þá var að hefja nám í guðfræöi við Háskóla Islands. Að loknu námi árið 1917 gerðist hann prestur að Hesti i Borgarfirði. Þar var síðan starfsvett-

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.