19. júní


19. júní - 19.06.1976, Page 60

19. júní - 19.06.1976, Page 60
möguleika og lægri launa, og giftar konur hafa takmarkaðan ráðstöfunarrétt yfir fjármunum fjölskyldunnar. Margt fleira þarf að koma til svo konur hafi jafna möguleika og karlar til atvinnu, svo sem lengra fæðingarorlof, nægilega mörg barnaheimili, aukin þjón- usta við heimilin, styttur vinnu- tími og jafnari þátttaka og ábyrgð beggja kynja við uppeldi barna og heimilishald. Þjóðfélagsleg forysta á íslandi er nær eingöngu í höndum karla. Mörgum konum svíður þetta að vonum, en erfitt er að koma auga á leiðir til skjótra breytinga og úrbóta. Þær raddir hafa heyrst að rétt væri að fyrir- skipa með lögum, að konur ættu hlutfallslega jafn marga fulltrúa og karlar í stjórnum, nefndum, ráðum og á þingum. Þessi hug- mynd er ef til vill ekki óeðlileg þar sem svo hægt miðar í rétta átt og við erum langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum á þessu sviði. Ég er ekki hlynnt slíku lagaboði, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Það myndi gefa falska mynd af ástandinu; vís- bendingu um að konur hefðu náð áhrifum í þjóðfélaginu, sem ekki væru raunhæf. Slíkt væri hættu- legt og gæti verkað í öfuga átt, konum í óhag. Rannveig Jónsdóttir er fædd í Reykjavík8. júní 1935. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og var siðan einn vetur við nám í ensku við University College í London. Árið 1959 lauk hún B.A. prófi frá Háskóla Islands í ensku, sögu og uppeldisfræðum. Undanfarin ár hefur hún kennt við framhaldsdeildirnar í Lindargötuskól- anum í Reykjavík. Rannveig hefur verið virkur félagi í Rauðsokkahreyfingunni frá upphafi. Guðrún Erlendsdóttir er fædd í Reykjavík 3. mai 1936. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956 58 og cand. juris frá Háskóla íslands 1961. Guðrún varð hæstaréttarlögmaður 1967 og hefur starfrækt um árabil, ásamt eiginmanni sínumj málflutningsskrif- stofu i Reykjavík. Hún hefur verið aðjunkt við lagadeild Háskóla íslands frá 1970. Þegar rikisskipaða Kvennaárs- nefndin tók til starfa 1975 var Guðrún valin formaður hennar og hún er einnig formaður Jafnlaunaráðs. Guðrún samdi ásamt Hallgrimi Dalberg, ráðuneytis- stjóra frumvarp til laga um jafnstöðu karla og kvenna er lagt var fram á Al- þingi i marz 1976. Frumvarpið var sam- þykkt með fáeinum breytingum. Gerður G. Óskarsdóttir er fædd i Reykjavik 5. sept. 1943. Hún tók kenn- arapróf frá Kennaraskóla Islands 1964 og B.A. próf í þýzku og landafræði frá Há- skóla Islands 1969. Undanfarin tvö ár hefur Gerður verið skólastjóri við gagn- fræðaskólann i Neskaupstað. Hún hefur starfað að jafnréttismálum m.a. með Rauðsokkahreyfingunni og tekið virkan þátt i störfum hreyfingarinnar. Þorsteinn Pálsson er fæddur á Selfossi 29. okt. 1947. Hann tók stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands 1968 og cand. juris frá Háskóla íslands 1974. Þorsteinn hefur starfað við blaðamennsku og m.a. verið blaðamaður við Morgunblaðið. Þorsteinn hefur verið ritstjóri dagblaðs- ins Vísis frá júlí 1975. — Heimsókn í fjárhagsnefnd 1945 Framhald af bls. 23 hann þingheim hafa hlýtt á mál manna frá Lögbergi til forna. Eitt kvöldið kom svo Bjarni Bene- diktsson, sem þá var borgarstjóri í Reykjavík, og hélt fyrirlestur um stjórnarskrána. Síðan ræddi hann við fundarkonur en margar þeirra höfðu mikinn áhuga á því að fá öll mannréttindi sem best tryggð í þeirri endurskoðun á stjórnarskránni sem mjög var á dagskrá um þessar mundir, en ekkert varð úr. Hafðir þú starfað lengi í Kvenrétt- indafélaginu þegar þetta gerðist? Nei, ég gekk í félagið einhvern tímann á stríðsárunum. Það vildi þannig til að Kvenréttindafélagið hafði útvarpskvöld um hertekin lönd og ég var fengin til að tala um Noreg. Ég hafði lengi ætlað mér að ganga í félagið og lét nú verða af því af þessu tilefni. Eftir að ég tók við starfi veðurstofu- stjóra hafði ég lítinn tíma til að sinna félaginu en var þó alllengi í stjórn Menningar- og minn- ingarsjóðs kvenna. Og landsfundurinn 1944 er ef til vill það sem hæst ber í starfi K.R.F.l. á þessum árum? Eg held ég megi fullyrða það. Starfið næsta vetur var borið áfram af þeirri bylgju sem þá reis. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna tóku störf sín alvarlega og náðu m.a. þeim árangri að fá það inn í landslög á árinu 1945 að konur í ríkisþjónustu skyldu hafa sama rétt og karlar „við skipun í starfs- flokka og flutning milli launa- flokka“ Frá félagsstarfinu Framhald af bls. 47 að stofna samnorræna nefnd til þess að vinna að því að breyta mynd konunnar í fjölmiðlum. Á Margrét R. Bjarnason sæti í þeirri nefnd fyrir hönd KRFÍ. Stofnaður hefur verið 5 manna starfshópur til að vinna að þessu verkefni hér í náinni samvinnu við hópa á hinum Norðurlönd- unum. Stjórnarkjör Úr stjórn KRFÍ áttu að ganga Brynhildur Kjartansdóttir, vara- formaður, og baðst hún eindregið undan endurkosningu. í stað hennar var Björg Einarsdóttir einróma kosin varaformaður. Úr aðalstjórn átti að ganga Þóra Brynjólfsdóttir, og baðst

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.