19. júní


19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 6

19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 6
6 1. TBL.1993 Það kostaði sitt að koma honum á! Texti: Bryndís Kristjánsdóttir Til er sjóður sem eingöngu er ætlaður konum. Hann er kenndur við Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og er í daglegu tali kallaður „Jóhönnusjóður". An efa eru fjölmargar konur sem vita ekkert um sjóð- inn og því þótti 19. júní við hæfi að fá Jóhönnu til að fræða lesendur um hann. Hvenœr og hvers vegna var stojhað til pessa sjóðs? „Arið 1991 og þetta er þriðja árið sem sjóðurinn starfar. Hann var stofnaður vegna þess að þá var atvinnuleysisins farið að gæta, ekki síst úti á landsbyggðinni, og atvinnuleysi var þar áberandi meira hjá konum en körlum. Því var talið brýnt að koma á átaki í atvinnumálum kvenna, sér- staklega með hliðsjón af einhæfni atvinnu- lífsins úti á landsbyggðinni.“ Hvaðan kemur fé í sjóðinn? „Það kemur beint úr ríkissjóði. Að vísu er ekki um mjög háar upphæðir að ræða, 15 milljónir á hverju ári, en það kostaði sitt að koma honum á! Menn höfðu kannski ekki trú á því að þetta skilaði neinu en ég tel að þessi sjóður hafi skilað sér mjög vel og sannað tilverurétt sinn.“ Eru petta nœgir peningar? „Þótt hér sé ekki um háar fjárhæðir að ræða þá hafa þær gert sitt til að styðja við atvinnuuppbyggingu kvenna úti á lands- byggðinni. Umsóknir sem hafa borist á þessum árum eru svona þrjátíu til fjörutíu milljónir á ári, til þrjátíu til fjörutíu verk- efna. Ég hygg að í flestum tilvikum hafi fjármagnið fullnægt þörfinni, miðað við þau skilyrði sem sett eru.“ Hverjir hafa fengið framlag úr sjóðnum til pessa og til hvaða verkefha? „Leitast hefur verið við að dreifa fjár- magninu um allt land þannig að í hvern landshluta komi svipuð upphæð. Þó er það nokkuð mismunandi eftir verkefnum og svo hefur auðvitað verið horft til atvinnu- ástandsins á þessum stöðum. Framkvæmd- in hefur verið með þeim hætti að ráðu- neytið hefur notið ráðgjafar Byggðastofn- unar og hópa kvenna í öllum kjördæmum sem tilnefndir hafa verið af atvinnuþró- unarfélögum í hverju kjördæmi fyrir sig. Við úthlutun úr sjóðnum er ekki gert ráð fyrir að veittir séu beinir rekstrar- eða fjár- festingarstyrkir. Féð hefur runnið í þró- unarverkefni, s.s. til þróunar á hand- unnum hlutum, átaks í smáiðnaði; m.a. nýjungum í matvælaiðnaði og nýjungum í ullarvinnslu, til uppbyggingar á ferða- mannaþjónustu, til að greiða laun ráðgjafa til að vinna að leiðbeiningarstörfum og at- vinnuuppbyggingu - m.a. á vegum Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðarsveitar. Við höf- um styrkt saumastofur; veitt þeim styrki til markaðssetningar og hönnunarátaks. Nefna má hönnunar- og markaðsátak varðandi nytjalist og styrki til að gefa út bæklinga fyrir konur í atvinnurekstri, svo dæmi séu nefnd.“ Hjálpar sjóðurinn nógu mörgum konum, nógu víða á landinu? „Erfitt er að svara því hvort hann hjálpi nógu mörgum konum. Allar umsóknir, sem hafa fullnægt settum skilyrðum, hafa fengið úthlutun. Ég er sannfærð um að þótt við hefðum tvöfalda þessa upphæð þá myndum við auðveldlega geta nýtt hana til atvinnuuppbyggingar kvenna á lands- byggðinni — ekki síst núna þegar atvinnu- ástandið hefur farið versnandi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta hefur gagnast landsbyggðinni mjög vel og hjálpað kon- um mjög víða, enda verðum við hér í ráðu- neytinu vör við að þessum umsóknum fjölgar sífellt!" Finnst pér ekki konur á höfuðborgarsvœð- inu hafa pörf jyrir sams konar aðstoð? „Jú, þegar þetta fór af stað var ekki mik- ið atvinnuleysi á höf- uðborgarsvæðinu en það hefur vissulega orðið mjög mikil breyting þar á. Þann- ig að það hlýtur að koma til skoðunar hvort sjóðurinn eigi ekki að ná til alls landsins, ef framhald verður á. Lands- byggðakonurnar hafa þó töluverða sérstöðu. í fyrsta lagi vegna þess að hlutfallslega er mun meira atvinnu- leysi hjá konum úti á landsbyggðinni en hér á höfuðborgar- svæðinu. Svo er ein- hæfni atvinnulífsins meira úti á lands- byggðinni en hér og nefna má að bænda- konur, sem líka hafa notið góðs af sjóðn- um, eiga margar erfitt um vik að stunda vinnu utan heimilis- ins, til dæmis vegna fjarlægðar."

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.