19. júní


19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 25

19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 25
i: Valgerður Katrín Jónsdóttir 1. TBL. 1993 25 Konur og atvinnulíf „Ég hef lifað og starfað með karlmönnum allt mitt líf. Sú staðreynd að ég er kona hefur aldrei verið mér til trafala, hefur hvorki valdið mér óþægindum né minnimáttarkennd. Ég hef aldrei öfundað karlmann af hlutskipti sínu og af þeirra hálfu hef ég engra forréttinda notið. Ég hef heldur ekki litið á það sem meiri háttar ógæfu að ala af mér börn, þvert á móti. En hitt er staðreynd að hlutskipti konu sem vill eða þarf að eiga líf jafnt utan veggja heimilis síns sem innan þess er miklu mun erfiðara en karlmannsins. Hún ber tvöfalda byrði.“ etta segir Golda Meir fyrrver- andi forsætisráðherra ísraels í endurminningum sínum og ár- ið 1930 skrifar hún grein um álag útivinnandi móður en þar segir m.a.: „Það er fátt sem jafnast á við innri baráttu og örvæntingu útivinnandi móður. Börnin líða fyrir starfið og starfið líður fyrir börnin. Hún er ofhlaðin vinnu og þjáist af samviskubiti gagnvart hvoru tveggja.11 Og síðar segir hún: „Alag útivinnandi móður er tvöfalt. Og sú útivinnandi móðir sem býr ein með börnum sínum án nokk- urs stuðnings frá föður þeirra ber þrefalda byrði á við nokkurn þann karlmann sem ég hef kynnst.“ Þótt þessi orð Goldu séu sögð á öðrum tíma og um annað samfélag en hið íslenska þá lýsa þau þó enn þeirri togstreitu og því álagi sem flestar útivinnandi konur þekkja. Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og áratugi og nú er svo komið að 77 prósent kvenna á aldrin- um 16-74 ára eru á vinnumarkaðinum, þar af eru 48,2 prósent í fullu starfi utan heim- ilis, eða nánast helmingur íslenskra kvenna. Fjöldi einstæðra foreldra, sem í flestum tilfellum eru konur, er samkvæmt manntali í desember s.l. 8.154. Einstæðar mæður eru 30 prósent kvenna á vinnu- markaði en þessar konur bera þrefalda byrði að sögn Goldu Meir. En þrátt fyrir aukna atvinnuþátttöku kvenna hefur samfélagið lítið komið til móts við þessar breytingar, t.d. með ein- setnum skóla og fleiru þess háttar. Og enn vantar mikið upp á að kynin fái sömu eða sambærileg laun fyrir störf sín. Þannig sýna niðurstöður kjararannsóknarnefndar, sem birtar voru í fyrra, nokkurn mun á launum karla og kvenna í afgreiðslu og skrifstofu- störfum. Sömu sögu er að segja af launum verkakvenna og verkakarla þótt sá munur stafi aðallega af lengri vinnudegi karlanna. Þá eru konur síður valdar í stöður yfir- ^ manna, sem gefa venjulega betri laun. í jafnréttiskönnun Bandalags háskóla- manna, sem út kom í desember 1989, koma í ljós ýmsar athyglisverðar niður- stöður. Þannig eru heildarlaun kvenna sem vinna fullan vinnudag tæp 75 prósent af heildarlaunum karla. Fleiri konur en karlar eru í hlutastarfi eða 32 prósent á móti 5,5 prósentum karla. Háskólamenntaðar kon- ur eru þó oftar fullvinnandi en kynsystur þeirra sem ekki hafa slíka menntun. Það vekur einnig athygli að 61 prósent háskóla- menntaðra kvenna, á móti 13 prósentum karla, segir að þær hafi verið í hlutastarfi af fjölskylduástæðum og þriðjungur kvenna hefur hætt við nám af sömu ástæðum, en það er helmingi hærra hlutfall en meðal háskólamenntaðra karla. Konurnar eiga einnig færri börn en karlarnir og eru frem- ur einhleypar í öllum aldurshópum. Kon- urnar hafa einnig í ríkari mæli en karlarnir tilhneigingu til að takmarka barneignir vegna atvinnu eða framamöguleika, eða 23 prósent kvennanna miðað við 10 prósent karlanna. Þá eiga karlarnir oftar en kon- urnar maka sem einungis er heimavinn- andi. Greinilegur munur er á hjúskapar- stöðu og barnafjölda háskólamenntaðara karla og kvenna. I nágrannalöndum okkar hefur þessi tilhneiging verið túlkuð sem vísbending um að háskólamenntaðar kon- ur eigi erfitt með að samræma fjölskyldulíf og krefjandi starfsframa. Aukin menntun kvenna hefur því sam- kvæmt þessu ekki skilað auknu jafnrétti. Konur eru samkvæmt könnunninni tæpur þriðjungur félagsmanna Bandalags há- skólamanna og velja sér fremur menntun á sviði hugvísinda eða félagsvísinda en karl- arnir, eða 38 prósent þeirra á móti 13 pró- sentum karlanna. Frá því konur fóru út á vinnumarkaðinn hafa þær almennt valið sér önnur störf en karlarnir, hin svoköll- uðu kvennastörf sem eru lægra metin til launa en karlastörfin. Mörg þessara starfa voru áður unnin launalaust innan veggja heimilanna, svo sem uppeldis — og um- önnunarstörf og eru þau störf enn lágt metin til launa, svo sem störf sjúkraliða, fóstra, hjúkrunarfræðinga og kennara svo einhver dæmi séu nefnd. Og þótt konur hafi brotist í gegnum múra og unnið hefðbundin karla- störf hafa launin til- hneigingu til að lækka um leið og konum fjölgar í þessum störfum. Konur vanmeta oft vinnuframlag sitt, enda hafa þær löng- um ekki fengið laun fyrir sína vinnu. Slík viðhorf eru lífseig, konur vinna til að mynda mun oftar en karlar sjálfboðavinnu og enn gera margar konur ráð fyrir tekj- um maka sem aðal- tekjurn heimilisins. Aukin þátttaka kvenna í atvinnulíf- inu hefur ekki skil- að sér í betri og jafnari stöðu kynj- anna. Konur bera

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.