19. júní


19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 10

19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 10
af innlendum og erlendum vettvangi 10 1. TBL.1993 Umsjónarmaður: Kristín Leifsdóttir Veikindavæl karlmanna úr tísku! Veikindavæl karl- manna mun vera sífellt minnkandi. Þegar inflúensur heíja hina árlegu innreið sína er maður illilega minntur á hve illa hún leggst á þann helming mannkyns sem löngum hefur haft á sér sterkara-kyns stimpil- inn. Það er alltaf talað um að 40 stiga hiti hjá börnum samsvari 38 stiga hita hjá fullorðnu fólki. Það er ekki alveg rétt því að 38 stiga hiti hjá karlmönn- um er eins og í það minnsta 41 stigs hiti hjá börnum. Börnum fyrirgefst væl þegar þau eru veik en karlmönn- um fyrirgefst það síður. Sumar konur, sem nýlega hafa hafið sambúð, halda því fram að kvalavein inflúensuherj- aðra karla sé þó mun minna en þær minnast úr föðurgarði! Námskeið fyrir atvinnulausa Um 550 félagar í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur voru skráðir at- vinnulausir um miðjan janúar. Stjórn félagsins hefur leitað leiða til að gera þessum félögum sínum lífið léttbærara og m.a. er þeim boðið upp á námskeið þar sem tekið er á ýmsum þeim mannlegu og félagslegu þáttum sem hvað heitast brenna á þeim sem ekki hafa atvinnu. f Námsflokkum Reykjavíkur sóttu 400 manns námskeið sérstaklega ætluð atvinnulausum í febrúar. Óvíst er um framhaldið vegna fjárskorts. Atvinnuleysi Sjöunda hver kona var án at- vinnu á Suðurnesjum í janúarlok, eða 14,4%, og tíundi hver karlmaður, 6,2%, en á Suðurnesjum er atvinnu- leysi langmest á landinu. Atvinnu- ástandið var langbest á Vestfjörðum, 1,9% atvinnuleysi, en þessi tala gæti breyst ef 150 manns á Bolungarvík missa atvinnunna. Um langa hríð hafa íslendingar ekki þekkt af eigin raun atvinnuleysi í þeim mæli sem nú er. Þær raddir eru orðnar háværar sem álíta atvinnuleysi vera orðið viðvarandi líkt og verið hefur um skeið í nágrannalöndum. Eins og fyrri daginn eru það konur sem verða fyrst fyrir barðinu á atvinnuleysi. Fæðingamet í janúar Aldrei hafa jafn- margar konur al- ið börn á Land- spítalanum í janúarmánuði og á þessu ári. Að sögn starfsfólks fæðingardeild- arinnar var örtröðin slík í heimsóknar- tímum að minnti einna helst á járn- brautarstöð á annatímum. I janúar 1993 áttu 275 konur börn á spít- alanum en 234 konur í fyrra. Árið 1992 var metár í fæðingum á spít- alanum, þá voru fæðingar 2.913, eða 113 fleiri en þegar þær voru flestar árið 1988. Fyrirliðinn á Fyrirliði bikar- von á barni meistara Vals í handknattleik kvenna, Kristín Arnþórsdóttir, tekur sér nú frí frá keppni í bili. Kristín á von á barni og var komin fjóra mán- uði á leið þegar lokaviðureignin um bikarinn fór fram við Stjörnuna úr Garðabæ. Skoðanír Breska leikkonan Emmu Emma Thomp- Thompson son nú með slíkum hraða upp á stjörnuhimininn að augu verða varla á fest. Hún fékk Golden Globe verðlaunin í ár og er tilnefnd til Óskarsverðlauna og leikdómarar í New York völdu hana bestu leikkonu ársins. Emma hefur bein í nefinu og hefur tekist á við ýmislegt á 33ja ára ævi sinni, m.a. skrifað gaman-einræður fyr- ir sjónvarp og er nú að skrifa leikrit eftir sögu Jane Austens „Sense and Sensibility". Það er hlutverk Margrétar Schlegel, sjálfstæðrar og frjálsrar konu á tímum Játvarðar 7. í Englandi, sem hefur fært Emmu Thompson allar þessar viður- kenningar á skömmum tíma. Hún hefur ákveðnar skoðanir á hvers vegna slík kvenhlutverk hafa verið fágæt. „Níundi áratugurinn var siðferðilega ómerkilegasti áratugur aldarinnar. Gróðahugsunin ríkti og það er sam- band milli þess sjónarmiðs og hlut- verka fyrir konur. Ef gerðar eru rándýrar kvikmyndir verður að fara eftir forskriftum. Á níunda áratugnum voru konur sýndar ýmist sem góðar og auðsveipar eiginkonur eða ill og freist- andi tálkvendi.“ Svo mörg voru þau orð. Konur hafa Kristjana Stein- minni tíma grímsdóttir, ís- landsmeistari í parakeppni í bridge, segir konur virð- ast hafa minni tíma en karlar í brid- gespilamennsku. Kristjana er 69 ára og hin konan í sveidnni, Soffía Guð- mundsdóttir, er 74 ára. Kristjana hefur lengi keppt í bridge og segir að á ár- um áður hafi keppniskonurnar staðið nokkuð jafnfætis körlunum. Nú standi þær ekki eins mikið í þeim. „Við kon- urnar notum mun minni tíma í íþrótt- ina. Ég hef samt tekið eftir því að það er eins og að sumar konur séu hrædd- ar við karlana og beri virðingu fyrir þeim. Það er raunar engin ástæða til þess og alger óþarfi. Þeir karlar sem hafa náð hvað lengst eyða óhemju tíma í íþróttina en við konurnar höf- um ekki jafnmikil tækifæri til þess. Hvað mig varðar þá var ég með heim- ili, í fullri vinnu og gat ekki alltaf hlaupið frá pottunum til þess að spila. Trúlega gildir það sama um flestar konur - þær eiga í erfiðleikum með að hlaupa frá skyldustörfunum á heimil- unum.“ Er hlutverk kvenfélaga flatköku- bakstur? íslenskar konur, búsettar í Lond- on, urðu ekki yfir sig hrifnar af til- lögu íslenska menningarfulltrúans þar í borg, Jakobs Frímannssonar, á haustmánuðum um að þær stofnuðu með sér kvenfélag sem tæki að sér að baka flatkökur fyrir landa sína, eins og löndur þeirra í Grimsby hafa gert við mikla hrifningu karlpeningsins. Greindar Eitt íslensku framakonur í blaðanna greindi tísku frá Því fyfir skömmu að nú séu greindar framakonur mál málanna, þ.e. konur sem leggja rækt við hug- sjónir sínar og geta lifað af starfi sínu. Hér er að sjálfsögðu átt við Hillary Clinton sem unnið hefur að réttinda- baráttu barna og uppskorið þriðjungi hærri laun en eiginmaðurinn fyrir vik- ið.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.