19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 15
1. TBL. 1993
15
Kirkja fyrir konur
- séra Auður Eir Vilhjálmsdóttur svarar spurningum um Kvennakirkjuna
Texti: Elísabet Þorgeirsdóttir
Kvennakirkja. Hvað er nú það? Slíkar spurningar heyrðust víða þegar auglýst var íyrsta messa
Kvennakirkjunnar í Kópavogskirkju 14. febrúar sl. Þar komu við sögu tveir kvenprestar, þær séra Agnes M.
Sigurðardóttir, sem prédikaði, og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem skýrði tilgang Kvennakirkjunnar sem
standa mun fyrir kvennamessum einu sinni í mánuði í ýmsum kirkjum. Það er sem sé komið að því að
íslenskar konur geri það sama og konur víða erlendis, þ.e. að stofna kirkju sem boðar kvennaguðfræði.
íslenskar konur hafa sýnt kvennaguðfræði mikinn áhuga. Það hefur séra Auður Eir orðið vör við en hún hefur
verið fengin til að kynna hugmyndirnar í ýmsum félögum og situr nú íyrir svörum hjá 19. júní um
Kvennakirkjuna.
kven-
hér á
Hópurinn, sem Lzrði kvennaguðjrœði í Tómstundaskólanum jyrir tveimur ár-
um, að undirbúa messu í Kvennakirkjunni. F. v. séra Auður Eir Vilhjálms-
dóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Inga Hanna Guðmundsdóttir, María Berg-
mann, Rannveig Jónsdóttir og Elísabet Þorgeirsdóttir.
okkrir
prestar
landi hafa
myndað Sam-
starfshóp um
kvennaguðfræði og staðið
fyrir kvennamessum af og
til í mörg ár. Kvennahreyf-
ingin stóð einnig fyrir eftir-
minnilegri friðarmessu í
Seltjarnarneskirkju fyrir
nokkrum árum þegar Hel-
en Caldicott heimsótti fs-
land. En til hvers þarf að
stofna kvennakirkju?
„Kvennakirkjan á að
vera vettvangur kvenna til
að móta eigin guðfræði,
finna hana og lifa hana
hversdags og spari. Konur
þurfa eigin vettvang til að
ræða trú sína. Það eru auð-
vitað tíðindi. Það eru tíðindi að við skul-
um eiga okkar eigin guðfræði, kvennaguð-
fræði, og að við skulum safnast saman til
að skoða hana, skrifa hana og lifa hana.
Kvennakirkjan er nefnilega til þess!“
— 777 hvers þurjúm við kvennaguðjrœði?
„f kvennaguðfræði horfumst við í augu
við það að hin hefðbundna guðfræði tekur
viðmiðun karla sem hið rétta og sjálfsagða.
Gott dæmi um það eru hugmyndir ungrar
amerískrar konu sem átti mikinn þátt í að
hleypa kvennaguðfræðinni áfram. Þær eru
um þá guðfræði sem skilgreinir syndina
sem hroka. „Þetta er guðfræði karla," skrif-
aði hún. „Þessi guðfræði er gerð algild þótt
synd kvenna sé f rauninni sú að gera of lít-
ið úr sjálfum sér.“
Kvennaguðfræðin leggur fram hug-
myndir sínar og spyr konur um líf þeirra,
hugmyndir, lífssýn, vonir og vonbrigði.
Við tölum um að Guð sé kona og margir
bregðast illa við því. Við segjum að Guð,
sem sé kona, hafi komið til okkar og staðið
í okkar sporum. Þess vegna skilji hún okk-
ur. Hún var Jesús og Jesús er frelsari okkar.
í kvennaguðfræði tala konur, hver út frá
eigin reynslu, um það sem þær þurfa að
frelsast frá og hvernig við getum eignast
meira frelsi og lifað í því. Allt er þetta sí-
fellt samstarf okkar og Guðs. Við konur
þurfum sjálfar að gera eins og Adam, að
nefna heiminn og konuna eftir sínum hug-
myndum. Síðan þá hafa karlar séð um að
nefna flest fyrir konur. Þegar við nefnum
sjálfar okkur og heiminn upp á nýtt erum
við að taka hin gömlu,
traustu gildi kristinnar trú-
ar til nýrrar skoðunar svo
að við skiljum þau í því lífi
sem við lifum. Hvað er til
dæmis syndin? Hvað er
krossinn? Hvað er fyrir-
gefningin og frelsið í Kristi?
Allt þetta ætlum við að
ræða í Kvennakirkjunni og
nota svörin til að gera lífið
betra.“
- Er Kvennakirkjan að
stuðla að sérstöðu kynjanna
í kirkjunni?
„Þjóðkirkjan stuðlar að
sérstöðu kynjanna með því
að ræða kristna trú út frá
sjónarmiðum karla og
halda messur þar sem ritn-
ingartextar, sálmar og bæn-
ir eru bornir fram í karlkyni og í nafni
Guðs sem er karlkyns. Þess vegna þarf
Kvennakirkju!“
— Ætlið þið að aðskilja ykkur jrá Þjóð-
kirkjunni?
„Nei, við erum allar í Þjóðkirkjunni og
höldum messurnar í kirkjum hennar. Við
erum að móta Kvennakirkjuna og berum
ábyrgð á henni sjálfar. Þjóðkirkjan verður
að gæta að straumum kvennahreyfingar-
innar sem hafa gjörbreytt heiminum og
halda áfram að breyta honum. Kvenna-
kirkjan er að hjálpa Þjóðkirkjunni til þess
og ég á von á að hún taki því vel. Þó að
Þjóðkirkjan sé að mörgu leyti þung í vöf-
um gefur hún frelsi til að fara nýjar leiðir,“
sagði séra Auður Eir að lokum.