19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 18
18
1. TBL.1993
maður fær mjög mikið
hrós eða miklar
skammir þá hætti það
að skipta máli þegar
maður sest niður við
skrifborðið. Maður er
aftur einn fyrir framan
autt blað.
Guðrún: Mér fmnst
alltaf jafn ofboðslega
erfitt að byrja. Börnin
mín segja: Við vitum
alltaf hvenær mamma
ætlar að fara að skrifa
bók. Þá fer hún að taka
til í kjallaranum, mála
geymsluna, prjóna
handklæði! Prjónuð
handklæði eru mikið
gamansöguefni í minni
fjölskyldu því þau eru
alltaf til orðin svona
rétt áður en ég sest við
ritvélina. Og fylgir sög-
unni að þessi hand-
klæði séu til einskis
gagns. Maður fmnur
sér allt til til að koma
sér undan því að skrifa.
Það er svo erfitt. En
það er líka alveg óskap-
lega gaman þegar það er
búið.
aldrei verið svo mikið sem tilnefnd til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Það er
mikill vandi að skrifa góðar barnabækur.
Ég hef stundum sagt að góðar barnabækur
séu bækur sem börn geta líka lesið.
En hvort sem verðlaunin eru metin til
hárra upphæða eða engra þá þjóna þau
samt öll þeim tilgangi að vekja athygli á
höfundinum sem þau hlýtur og bók-
menntum þjóðar hans. Um það eru þær
allar sammála. Fríða segir að blaðamenn
utan úr heimi hafi spurt sig hvað sé eigin-
lega að gerast á Islandi! Fjórir norrænir
verðlaunahöfundar á einu ári! Og í kjöl-
far verðlaunanna er búið að þýða verk
hennar á öll norrænu málin nema fær-
eysku. Bók Guðrúnar er væntanleg út á
næstunni bæði í Noregi og Danmörku en
margar fyrri bækur hennar hafa komið út á
ýmsum tungumálum. Og leikrit Hrafn-
hildar verður sýnt á Nye Teater í Oslo á
næsta leikári.
Jaín erfill að skrifa
Þannig hafa verðlaunin orðið til þess að
koma verkum þeirra á framfæri við fleiri.
En hvaða áhrif hafa þau á skáldið? Efla þau
skáldið til frekari dáða eða draga þau úr
því mátt? Skapa þau skilyrði til að vinna
betur eða verða væntingarnar höfundinum
um megn?
Fríða: Ég get ekki ímyndað mér að
nokkurt skáld skrifi vegna hugsanlegra
verðlauna. Skáldið skrifar af innri þörf og
takmarkið er að bæta sig með hverju nýju
verki. Verðlaun hafa ekki áhrif á þetta. Ef-
inn er alltaf fyrir hendi. Kröfurnar sem
maður sjálfur gerir eru svipan.
Hrafnhildur: Ég held að hvort sem
Að opna glufu
Sp: En þó það sé
svona erfitt fyrir ykkur
að skrifa og rithöfundar
beri heldur lítið úr být-
um dagsdaglega þá sitj-
ið þið samt við. Þú seg-
ir á einum stað í bók
þinni, Fríða, eitthvað á
þá leið að listin sé löng-
unin til að opna glufu. Er það þetta sem
þið fmnið ykkur knúnar til að gera? Opna
glufu?
Guðrún: Er nokkuð hægt að segja það
betur!
Sp: Eruð þið að reyna að opna glufu inn
í mannshjartað? Söguna?
Fríða: Listin opnar leiðina að djúpum
tilfmningum. Hún leiðir til annarrar sýnar.
Hrafnhildur: Það er eitthvert óþol.
Maður er ekki sáttur við að vera þar sem
maður er. Verður að búa sér til annan stað.
Það er orðið áliðið dags og búmanns-
kluklcan á veggnum tifar og slær. Þær
halda áfram að fílósófera um listina og rit-
störfin á meðan þær klæða sig í yfirhafn-
irnar og búa sig undir að fara aftur út í
kuldann. Þær hlæja og kveðjast með inni-
leik. Bráðum verða þær aftur sestar fyrir
framan autt blað.