19. júní


19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 20

19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 20
20 1. TBL.1993 Meðgöngukvillar - höfuðverkur atvínnurekandans eftir Ragnheiði Harðardóttur í síðustu Vog 13. tbl. 19921 vargrein um ýmis atriði sem varða réttindi barnshaf- andi kvenna á vinnumarkaði. Greinin var aðaiiega skrifuð frá sjónarhorni kvenna og í henni voru rakin nokkur dæmi um það hvernig konur hafa orðið illa úti í samskiptum við yfirmenn þegar þær áttu von á sér. Og víst voru sögurnar ófagrar - því verður ekki neitað. Það er alltaf viss tilhneiging að láta allan hópinn gjalda fyrir misgjörðir fárra einstaklinga. Ómakleg aðför atvinnurekanda að barnshaf- andi konu í starfi hjá honum er auðvitað til þess fallin að kasta rýrð á alla at- vinnurekendur. En hvernig skyldu þessi mál snúa viö atvinnurekandanum? Er ófríska konan t hópi starfsmannanna óþægileg staðreynd - vandræöagemsi, sem hann reynir aö losa sig viö? Vill hann síður hafa konur meö ung börn í vinnu hjá sér? Og hvaö meö fæðingarorlofið? Er þaö óþægileg frátöf sem hann vildi gjarn- an vera án eða eru atvinnurekendur almennt sáttir við þaö aö starfsmenn þurfi aö fara I fæðingarorlof? Við sem vinnum á Skrifstofu jafnréttismála eigum jafnan greiðan aðgang aö sjónarmiðum kvenna í þessum málum - nú langar okkur hins vegar aö kynnast hinni hliöinni, hliö atvinnurekandans. Til aö fá túlkun á sjónarmiðum atvinnurekandans fór grein- arhöfundur á fund Kristjáns Sturlusonar, starfsmannastjóra hjá Hagkaup, og átti viö hann fróölegt spjall um þessi mál. Milli 60 og 70% starfsmanna hjá Hagkaup eru konur og þess vegna hefur Kristján talsverða reynslu af þessari tegund starfsmannamála. Aðspuröur sagöist Kristján telja aö meginþorri atvinnurekenda gruflaöi ekk- ert yfir því aö konur á aldrinum 20-40 ára væru á barneignaraldri og frátafir þeirra úr vinnu vegna umönnunar barns væri bara hluti af því aö vera með atvinnurekstur og hafa fólk í vinnu hjá sér. Viö því væri hægt aö bregðast meö góöri skipulagningu. En hvaö finnst þá atvinnurekendum erfitt T sambandi viö barnshafandi starfsmenn? „Þaö eru aukaveikindin - meögöngukvillarnir sem vilja hrjá ófrískar konur. Slík tilvik geta komið atvinnurekandanum al- gerlega í opna skjöldu. Fjarvistir úr vinnu vegna meðgöngu- kvilla eru mjög óþægilegar vegna þess aö þær eru óvæntar og oft erfitt aö bregðast viö þeim. Meðgangan er ekki skil- greind sem sjúkdómur og því er haldiö fram aö þetta tímabil sé næsta vandræðalítið fyrir langflestar konur. Meðgangan getur hins vegar leitt til þess aö konan fái fylgikvilla sem eru afleiöing hennar. Til skamms tíma greiddu atvinnurekendur ekki laun vegna slíkra veikindaforfalla. Fyrir nokkrum árum féll hins vegar dómur í Hæstarétti þar sem atvinnurekanda Enn um nefndir og ráð Fleiri konur í nefndir, stjórnir og ráö hef- ur lengi veriö krafa íslenskra kvenna. Viö höfum litiö svo á að starf í nefndum skapi möguleika til að hafa áhrif á end- anlegar ákvaröanir og ekki viljað sætta okkur viö aö raddir og reynsla kvenna væru þar fyrir borö bornar. í lögum um jafna stööu og jafnan rétt kvenna og karla hefur veriö tekiö fram aö stjórn- völd skulu stefna aö því aö hlutur kvenna og karla sé sem jafnastur. Þeg- ar lögin voru endurskoðuð 1991 var hnykkt á þvl ákvæöi og nú hljóðar 10. gr. laganna svo; / nefndum, stjórnum og ráðum á veg- um ríkis, sveitarfélaga og félagasam- taka skulu, þar sem því verður við kom- ið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar og skal ávalt á það minnst þegar óskað er tilnefningar í hlutaðeignadi stjórnir, nefndir og ráð. Nú er þaö svo aö nefndarfulltrúar, a.m.k. í opinberum nefndum, eru oft til- nefndir af félagasamtökum, samtökum vinnumarkaðsins, sveitarfélögum eða stjórnmálaflokkum. Það væri áhugavert fyrir konur T samtökum sem þessum að óska eftir upplýsingum um hverjir hafa verið skipaöir fulltrúar þeirra í slíkar nefndir slöastliöin 2-3 ár. Svör viö slík- um fyrirspurnum gætu gefiö tilefni til aögerða af hálfu kvenna. Þá veröur spennandi aö sjá hvaða tölur koma I Ijós í næstu talningu - sem stefnt er aö á þessu ári - miöað viö áriö 1990 en þá var hlutur íslenskra kvenna í opin- berum ráöum og nefndum aöeins 16%. Miöaö viö önnur Noröurlönd erum við aftarlega á merinni enda hafa þau grip- iö til miklu haröari aögerða en viö til aö ná jafnræöi meöal kvenna og karla T opninberum nefndum. T.d. hafa Danir lagaákvæöi sem fyrirskipa aö alltaf skuli tilnefna bæöi konu og karl 5 opin-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.