19. júní


19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 26

19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 26
26 1. TBL.1993 enn í flestum tilfellum hitann og þungann af heimilisstörfum og uppeldi og útivinn- andi konur eru enn í mörgum tilfellum þjakaðar af þeirri sektarkennd sem Golda Meir talaði um fyrir nokkrum áratugum. Konur hafa ekki verið lengi úti á vinnu- markaðinum og það er álitamál hvort þær eru komnar til að vera þar. Þegar atvinna fer að dragast saman má búast við að reynt verði að ýta konum út af vinnumarkaðin- um, m.a. með því að höfða til þeirrar sekt- arkenndar sem flestar útivinnandi mæður þekkja vegna þess að þær geta ekki verið á tveimur stöðum í einu. Búast má við að með auknum samdrætti verði þær raddir háværari sem leggja áherslu á að konan geti ekki verið að skipta sér, hún verði að velja milli starfs og barna, a.m.k. meðan börnin eru að vaxa úr grasi. Og það er auðvelt að höfða til sektar- kenndarinnar því að samfélagið hefur ekki komið á móts við þær breytingar sem fylgja aukinni atvinnuþátttöku kvenna, t.d. með samfelldum skóladegi og sveigjanleg- um vinnutíma svo eitthvað sé nefnt. Konur verða fyrr atvinnulausar en karl- ar. í janúar s.l. voru 6300 manns að með- altali á skrá í mánuðinum en það svarar til 5 prósenta af áætluðum mannafla á vinnu- markaði, samkvæmt spá Þjóðhagsstofnun- ar, 5,6 prósent kvenna og 4,7 prósent karla. Hlutfallslega flestar konur voru at- vinnulausar á Suðurnesjum eða 14,4 pró- sent en karlar á sama svæði voru 6,2 pró- sent. Hlutfallslega fleiri eru án vinnu úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, þannig eru 7,7 prósent kvenna atvinnulaus úti á landi í janúarmánuði en 4,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Karlar án vinnu úti á Konur Karlar Meðaltal 1987 0,6 0,3 0,4 1988 0,9 0,4 0,6 1989 2,2 1,3 1,7 1990 2,2 1,4 1,7 1991 1,7 1,3 1,5 1992 4,2 2,5 3,3 Á síðasta ári skiptist skráð atvinnuleysi þannig eftir kjördæmum. Konur Karlar Höfuðborgarsvæðið 2,5 2,2 Vesturland 4,1 2,0 Vestfirðir 0,5 0,5 Norðurland vestra 4,0 3,5 Norðurland eystra 4,5 3,3 Austurland 4,2 2,8 Suðurland 4,5 2,6 Suðurnes 9,1 3,0 meðaltal 4,2 2,5 landi eru 6,5 prósent og 4,1 prósent á höf- uðborgarsvæðinu. Skráð atvinnnuleysi hefur aukist tölu- vert á undanförnum árum, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Auk þessara talna um skráð atvinnuleysi er talsvert um dulið atvinnuleysi, þ.e. fólk sem vinnur verktakavinnu, tímabundin verkefni, þeir sem eru nýkomnir úr slcóla, atvinnurekendur, fatlaðir, heimavinnandi fólk sem leitar vinnu og þeir sem vinna hlutastörf en leita að heilsdagsvinnu svo eitthvað sé nefnt. Atvinnuleysi hefur ýmsa ókosti í för með sér, það er m.a. hægt að nota það sem stjórntæki þannig að kröfur komi um meiri afköst starfsmanna og við- nám starfsfólks verði minna þegar það er hrætt við að verða atvinnuleysinu að bráð. Þar að auki hefur atvinnuleysi ýmsar fé- lagslegar afleiðingar í för með sér, eins og einangrun og oft fylgja skilnaðir í kjölfar atvinnuleysis. Sálrænir örðugleikar gera vart við sig, almenn vanlíðan, svefntrufl- anir, streita og þunglyndi. í kjölfarið fylgja heilsufarsleg vandamál, t.d. ýmsir kvillar og misnotkun áfengis eða annarra vímu- gjafa. Fjárhagslegu öryggi er ógnað og í kjölfarið fylgja gjaldþrot heimila og ein- staklinga. Atvinnuleysi hefur tilhneigingu til að aukast, því að minni kaupmáttur fylgir minnkandi tekjum og í kjölfarið verða enn færri störf. Miklar líkur eru því á að atvinnuleysi, sem áður var svo til óþekkt í íslensku sam- félagi, sé komið til að vera og þar sem kon- ur hafa ekki verið á vinnumarkaðinum nema örfáa áratugi er líklegt að atvinnu- leysið bitni fremur á þeim en körlunum. Konur þurfa á launavinnu að halda og því litlar líkur á að þær snúi aftur til baka inn á heimilin. Mikil þörf er á nýsköpun í atvinnulífinu og að konur noti hugvit sitt til að breyta stöðu sinni á vinnumarkaðin- um þar sem hin hefðbundna þátttaka þeirra hefur því miður ekki skilað öðru en tvö — til þreföldu vinnuálagi. 19- júní fékk Lilju Mósesdóttur, hagfræðing, sem hefur unnið^við rannsóknir á stöðu kvenna á vinnumarkaði undanfarin ár, til að spá í þróun mála næstu áratugi. BONUS

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.