19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 16
16
1. TBL.1993
B u,
'O ‘p
II
"O
HÖI
AÐ OPNA
GLUFU
ÞRÍR VERÐLAUNAHÖFUNDAR
Arið 1992 var merkisár í sögu ís-
lenskrar þjóðar. Þá hlutu fjórir
íslenskir rithöfundar norræn
bókmenntaverðlaun. Það var
merkisár í sögu íslenskra kvenna.
Þrír þessarra rithöfunda voru konur.
Fyrst hlaut Fríða Á. Sigurðardóttir Bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir
skáldsögu sína A meðan nóttin líður. Næst
hlaut Hrafnhildur Hagalín Guðmunds-
dóttir Leikskáldaverðlaun Norðurlanda
fyrir leikrit sitt Eg er meistarinn og að lok-
um hlaut Guðrún Helgadóttir Norrænu
barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Undan
illgresinu. Fjórði verðlaunahöfundurinn var
Thor Vilhjálmsson, sem hlaut verðlaun
Sænsku Akademíunnar fyrir framlag sitt til
norrænna bókmennta.
Næstsíðasta dag janúarmánaðar s.l.
komu konurnar þrjár til fundar við blaða-
mann 19. júní upp á lofti Torfunnar
gömlu, sem reyndar heitir nú Búmanns-
klukkan. Það var hrollur í þeim því þær
komu inn úr kuldanum í orðsins fyllstu
merkingu. Veðrið var hálfvitlaust eins og
oftar í vetur, snjórinn fyllti forstofuna og
skafrenningurinn hjúpaði húsin handan
Lækjargötunnar mjólkurhvítu mistri.
Við settumst í sófasettið í einu horninu
og vindurinn gnauðaði við lokaða glugg-
ana og gardínurnar blöktu. Sjóðheitir ofn-
arnir höfðu varla undan að ylja upp stof-
una en þær hétu því að halda hita hver á
annarri.
Og víst er að þær sem kunna svo vel að
ylja fólki um hjartarætur með frásagnarlist
sinni voru komnar á flug löngu áður en
blaðamaður náði að bera upp fyrstu spurn-
inguna:
Sp: Hvernig stóð á því að þrjár íslenskar
konur hlutu norræn bókmenntaverðlaun-
um á einu og sama árinu?
Fríða: Það stóð þannig á því að íslenskar
konur skrifa svo góðar bækur.
Svarið var einfalt og hildaust. Við hlóg-
um. Eins og þessi skemmtilega fullyrðing
væri brandari. Eða kæmi okkur öllum á
óvart. En auðvitað var það þó mest af gleði
yfir því að reyndin er sú að margar íslensk-
ar konur eru svo góðir rithöfundar að
bestu verk þeirra standast samanburð eða
skara fram úr þegar þau eru borin saman
við verk frænda okkar og frænkna á Norð-
urlöndum.
Tími, nienntuii, kjarkur
Sp: En hvaðan kemur þessi ritfærni ís-
lenskra skáldkvenna? Er hún gamall arfur
eða hefur einhver stökkbreyting átt sér stað
á síðustu árum og áratugum?
Svarið við þessari spurningu kom ekki
eins snöggt. Hefð skrifandi kvenna á ís-
landi er ekki löng. Hundrað ár frá Torf-
hildi Hólm. En íslensk bókmenntahefð,
þjóðararfurinn, íslendingasögurnar og
Biblían reynast konum sjálfsagt jafn nýtur
sjóður að ganga í og körlum þegar þeirra
tími er loksins kominn. Það er breytingin á
íslensku þjóðfélagi, sem hefur gert konum
kleift að taka upp þessa iðju, sem hefur
verið stunduð af körlum frá upphafi rit-
listarinnar. Um það eru þær sammála.
Sp: En finnst ykkur að formæður ykkar
í rithöfundastétt hafi orðið ykkur fyrir-
mynd eða hvatning eða er þjóðfélagsbreyt-
ingin um garð gengin og það að skrifa orð-
inn sjálfsagður hlutur fyrir konur?
Hrafnhildur: Mér finnst það sjálfsagður
hlutur. Ég lít ekki endilega á mig sem
konu að skrifa. Ég er náttúrlega ung en
mér hefur aldrei fundist ég eiga eitthvað
verra með að gera það sem mig langar til
en karlmaðurinn við hliðina á mér.
Guðrún tekur undir þetta þótt hún taki
fram að auðvitað séu þær samt aðeins
hlekkur í þróun. Og Fríða segir að rithöf-
undur sem sest niður við að skrifa sé ekki
að hugsa um það hvers kyns hann sé. Samt
leggur hún áherslu á að skáldkonur eins og
Ásta Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir og
Jakobína Sigurðardóttir o.fl. hafi vissulega
haft mikla þýðingu fyrir hana. Jakobína og
Fríða eru auk þess systur.
Lykilorð sem koma upp í samræðunum
aftur og aftur eru tími, menntun og kjark-
ur. Bætt menntun kvenna eykur mögu-
leika þeirra á öllum sviðum. Og það þarf
tíma og kjark til að skrifa. Sjálfstraust til að
bjóða verk til útgáfu.
Ilvernig kerrtu þær að skrifa?
En hvar lærðu þessar konur að skrifa?
Spurningunni er fyrst beint til Hrafnhildar
sem er langyngst þeirra og kom þjóðinni
kannski mest á óvart þegar leikrit hennar
Ég er meistarinn var frumsýnt í Borgarleik-
húsinu haustið 1990. Þá var hún aðeins 25
ára og verkið bar vitni um óvenjulegan
þroska, listfengi og kunnáttu. Hún hafði
ekki áður birt ritverk en hafði lokið burt-
fararprófi í gítarleik frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík og hafið framhaldsnám á Spáni.
í nokkurra vikna jólafríi ákvað hún að
Ieggja hljóðfærið frá sér fyrir fullt og allt en
setjast við ritvélina. Var það kannski í tón-
listarskólunum sem hún lærði að skrifa?
Hrafnhildur: Allar listir tengjast auðvit-
að innbyrðis. Og tónlistarnámið hefur ör-
ugglega gagnast mér, a.m.k. óbeint. í tón-
listarnámi lærir maður að beita sig geysi-
legum aga. Maður lærir að einbeita sér. Og
ég hef oft hugsað þegar ég hef hlustað á
tónverk: Mikið væri nú gaman að geta
komið þessu yfir í orð. En ég er náttúrlega
úr þessum listakreðsum, alin upp meðal
leikara. Og ég sá mig ekki fyrir mér á öðr-
um vígstöðvum en í einhverju listrænu.
Auk þess átti ég afa (Guðmund G. Haga-
lín). Ég þekkti hann og var oft hjá þeim
hjónum, honum og Unni, í Borgarfirðin-
um part úr sumri þegar ég var krakki og
fram á unglingsár. Hann setti mér fyrir að
lesa. Og þegar ég var farin að hripa sjálf þá
varð ég þess heiðurs aðnjótandi að hann
fór yfir eina sögu og nokkur ljóð sem ég
skrifaði. Og ég man að hann leiðrétti það