19. júní


19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 8

19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 8
8 1. TBL.1993 Verður sjóðurinn til ájram — og þá hversu lengi? „Ómögulegt er um það að segja, vegna þess að það er Alþingis og fjárveitinga valdsins á hverjum tíma að taka ákvörðun þar um — en ég hef lagt áherslu á að á með- an ég er hér, starfar sjóðurinn áfram. Hafi verið þörf fyrir hann árið 1991, þá er svo sannarlega þörf fyrir hann núna!“ Hvernig er markvisst hœgt að ejla at- vinnustarjsemi kvenna, baði úti á landi og í Reykjavík? „Það eru auðvitað engin einföld svör til við því. Ég tel að með starfsráðgjöf og fræðslu — og e.t.v. starfsnámi líka, megi beina konum inn á fjölbreyttari brautir. Einnig má nefna starfsmenntun í atvinnu- lífinu en um hana er nú til löggjöf. Þar er að finna ákvæði sem gagnast konum mjög vel, t.d. er boðið upp á fjölbreytt starfs- menntunarnámskeið vegna tæknivæðingar og nýjunga í atvinnu lífinu. f samvinnu við Iðntæknistofnun bauð Félagsmálaráðu- neytið upp á námskeið um allt land sem kallaðist „Athafnakonur“ og var ætlað öll- um konum sem höfðu áhuga á að vinna að eigin hugmyndum eða bæta atvinnumögu- leika sína. Námskeiðin voru afar vel sótt. Ég hygg síðan að markviss upplýsingamiðl- un á milli kvenna virki mjög hvetjandi á konur að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Ég hef á tilfinningunni að karlmennirnir taki oft miklu meiri áhættu í atvinnurekstri og fjármögnun í atvinnuuppbyggingu en konur. Þær fara miklu varlegar — eru kann- ski ragar við að fara til bankastjóra eða leita sér að fjármagni til atvinnuuppbyggingar. Þær vilja líka vera fullkomlega öruggar um að þær séu ekki að fara inn í áhætturekstur sem ekki skilar sér.“ Að lokum: Hejurðu trú á því að ef konur verða atvinnurekendur í ríkari mœli þá verði hœtt að vanmeta störf kvenna og um leið hafi það þau áhrif að launamisrétti hverfi úr sög- unni? „Það er tvímælalaust nauðsynlegt á öll- um sviðum þjóðlífsins að konur geri sig gildandi sem atvinnurekendur, í stjórnmál- um og á fleiri sviðum. Ég held að það sé of mikið sagt að störf kvenna séu vanmetin. Þó má vissulega segja það varðandi launin. Ennþá virðist vera ríkjandi sá gamli hugs- unarháttur hjá atvinnurekendum að greiða þurfi karlmönnum hærri laun þar sem þeir séu fyrirvinna heimilanna. Staðreyndin er þó sú að yfirleitt eru báðir foreldrarnir framfærendur heimilanna. Fyrr en síðar munum við sjá fleiri konur í hópi atvinnurekenda en hvort það hefur áhrif á launamisrétti veit ég ekki. Það er þó ekkert sjálfgefið að þótt þeim fjölgi veru- lega sem atvinnurekendum þá muni það breyta launauppbyggingunni í þjóðfélag- inu — en maður verður að vona það. . . SUMIR SPYRJA HVORT ÉG SÉ GALIN Fyrsti konan í embætti lögmanns Færeyja opnar sýn- ingu á Islandi „Þegar ég tók að mér þetta virðulega embætti spurðu sumir mig hvort ég væri galin,“ segir lögmaður Færeyja, Marita Petersen, í stuttu við- tali við 19. júní. Hún var í heimsókn í Reykjavík fyrr í mánuðinum til að opna Færeyska málverkasýningu í Norræna húsinu. arita Petersen er sálfræð- ingur sem stundað hefur kennslustörf og síðan skólasálfræði í Þórshöfn um margra ára skeið. „Ég er til þess að gera nýliði í stjórnmálum," segir hún og vísar til þess að hún var fyrst kosin á færeyska þingið árið 1988. Hún var í stjórnarandstöðu í tvö ár en eftir kosningarnar 1990 lcomst flokkur henn- ar, Færeyski jafnaðarmannaflokkurinn, í stjórn. Maríta tók þá við embætti menntamálaráðherra en í janúar s.l. var hún skipuð lögmaður Færeyja. Hún er ekki aðeins fyrsta konan sem gegnir því embætti heldur var hún einnig fyrsta konan sem kosinn var til formennsku í færeyska kennarasambandinu. „Ég hef í raun aldrei starfað að jafn- réttismálum,“ segir hún. „En hlutirnir hafa einhvern veginn þróast í þá veru að ég er nú í embætti sem kona hefur aldrei gegnt í Færeyjum. Þetta er mikið verk- efni, ekki síst með tilliti til efnahags- örðugleikanna sem við er að etja um þessar mundir, þannig að ég get vel skilið þá sem spyrja hvort ég sé galin að taka þetta að mér.“ Hún er glettnisleg á svip þegar hún svarar spurningu blaðamanns um það hver viðbrögðin hafi verið í Fær- eyjum þegar hún var skipuð í embættið. „Viðbrögðin hafa öll verið jákvæð — nema hvað?“ 19. júní mun síðar birta ítarlegt viðtal við Marítu Petersen.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.