19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 24
24
1. TBL.1993
Fréttir frá
jafnréttisfulltrúa
Akureyrarbæjar
Um þessar
mundir er eitt og
hálft ár liðið frá
því aö jafnréttis-
fulltrúi Akureyrar-
bæjar var ráðinn
til starfa. Verkefn-
in hafa veriö fjöl-
mörg og áætlanir
fullar af bjartsýni. Hér verður ekki gerð
nein fullnægjandi úttekt á starfseminni,
aðeins tæpt á nokkrum verkefnum sem
„liggja á skrifborði" jafnréttisfulltrúa um
þessar mundir.
„Lífsvefurinn" - sjálfsstyrkingarnámskeið
fyrir konur var haldið í fyrsta sinn í
febrúar 1992. Um þessar mundir er ver-
iö aö halda fjóröa námskeiðiö og hafa
öll veriö fullsetin. Námskeiðin eru hald-
in í samvinnu við fjölskylduráðgjöf
Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
„Lífsvefurinn" er frábrugðinn ýmsum
öörum námskeiöum í sjálfsstyrkingu að
því leyti aö mikil áhersla er lögö á
fræöslu og innsýn I sögu, stöðu og mis-
munandi hlutverk kvenna og ýmis atriði
úr menningu og hugmyndafræði kvenna
fyrr og nú eru notuö sem grunnur. Mark-
miöið er aö konur sem lifa í samfélagi
þar sem karllæg gildi eru nær alsráö-
andi, læri aö viröa og nýta sér kven-
læga eiginleika sína og sérstöðu, jafn-
framt því sem þær læri aö vinna aö
jafnvægi kynjanna I samfélaginu. Ekki
er nokkur vafi á að þær konur sem hafa
sótt námskeiöin hafa eflt meðvitund
sína um eigin stööu, ójafnvægi kynjanna
og hvaö gera má til að jafna stööuna.
Tilfinningaleg samskipti kynjanna og kyn-
ferðisleg áreitni á vinnustöðum er um-
fjöllunarefni sem nefndin og fulltrúinn
munu beina sérstakri athygli aö í kring-
um 8. mars í ár. Sofffa Árnadóttir,
myndlistakona, hefur hannaö vegg-
spjald fyrir nefndina sem ætlað er aö
vekja fólk til umhugsunar og veita upp-
lýsingar um hvert er hægt aö leita í
erfiöleikum.
Samanburðarrannsókn um launamun kynj-
anna hjá Akureyrarbæ er í undirbúningi.
Undir áhrifum af Norræna jafnlauna-
verkefninu ákvaö jafnréttisnefndin aö
láta bera saman verðmæti kvenna- og
karlastarfa annars vegar og kjör sem
þeim fylgja hins vegar. Hildur Jónsdótt-
ir, fyrrverandi verkefnisstjóri Norræna
jafnlaunaverkefnisins, veröur nefndinni
og fulltrúanum til ráögjafar.
Styrkir til jafnréttisverkefna voru í fyrsta
sinn veittir á síöasta ári tii einstaklinga,
stofnana, fyrirtæka eöa hópa sem vildu
leggja sinn skerf til jafnréttisstarfsins.
Nú hafa styrkir þessa árs verið auglýst-
ir. Aö þessu sinni eru kr. 500.000,- til
skiptana og hafa skólar á öllum stigum
veriö sérstaklega hvattir til dáöa.
Aukinn hlutur kvenna í stjórnun bæjarins.
Unnið hefur veriö að því aö auka hlut
kvenna í stjórnunar- og áhrifastööum í
bæjarkerfinu, m.a. með því aö hvetja
konur sérstaklega til aö sækja um slík
störf. Árangur hefur í einstaka tilvikum
oröiö ágætur en í öörum hafa fáar kon-
ur sótt um eöa ekki veriö vilji fyrir því
hjá bæjaryfirvöldum aö láta konur hafa
forgang.
Jafnréttisfulltrúi hefur í starfi sínu
lagt áherslu á að ná samvinnu viö
stofnanir og einstaklinga innan bæjar-
kerfisíns og utan, vitandi aö svona starf
veröur fljótt máttlaust ef þaö er „leikiö
sóló“. Samstarf við aöra er ekki einung-
is gefandi og hvetjandi fyrir báöa aðila
heldur einfaldlega forsenda þess aö
starf jafnréttisfulltrúa skili einhverjum
árangri.
Aö lokum vilja jafnréttisnefnd ogjafn-
réttisfulltrúi óska Kvenréttindafélaginu
og Jafnréttisráöi til hamingju meö nýja
samstarfiö og óska þess aö konur og
karlar um allt land verði þar virkir þátt-
takendur.
Valgerður H. Bjarnadóttir,
jafnréttisfulltrúi
Landsfundur
jafnréttisnefnda
sveitarfélaga
Fyrsti landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga veröur haldinn á Akureyri dagana
6. og 7. maí. Þaö eru jafnréttisnefnd Akureyrar og Jafnréttisráö sem boöa sameigin-
lega til fundarins en ákvöröun um aö halda slíkan fund var tekin eftir kynningar- og
fræöslufund sem Jafnréttisráö hélt meö jafnréttisnefndum sveitarfélaga í maí í
fyrra.
Dagskrá fundarins er í mótun og of snemmt aö segja frá henni en formiö liggur
nokkuö Ijóst fyrir. Hugmyndin er aö fyrri dagurinn veröi fræösludagur þar sem miðl-
að veröi af þekkingu og reynslu af jafnréttisstarfinu. Um kvöldiö yröi sameiginlegt
boröhald. Þá gefst þátttakendum tækifæri til aö spjalla saman og fylgjast með
stuttri menningardagskrá. Seinni dagurinn yröi starfsdagur þar sem unniö yröi sam-
an í hópum að gerö starfsáætlana - bæði sameiginlegum og fyrir einstakar nefndir.
Þannig yröi lagður grunnur aö jafnréttisstarfi fyrir næstkomandi ár.
Segja má aö markmið þessa landsfundar sé þríþætt:
• Aö veita jafnréttisnefndum landsins hvatningu og uppörvun viö aö framfylgja jafn-
réttislögunum.
• Aö miðla þekkingu og reynslu, annars vegar milli nefnda og hins vegar annarra
aöila sem láta sig jafnréttismálin varöa.
• Aö treysta böndin milli Jafnréttisráös og nefndanna.
Allar hugmyndir, tillögur eöa sérstakar óskir varöandi landsfundinn eru vel þegnar
og skal þá hafa samband við Valgeröi Bjarnadóttur hjá jafnréttisnefnd Akureyrar
eöa Ragnheiöi Haröardóttur hjá Skrifstofu jafnréttismála.