19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 23
1. TBL. 1993
23
NORDISK FORUM 94
Eins og flestum er í fersku minni var
norræna kvennaþingið, Nordisk Forum,
haldið með glæsibrag I Osló árið 1988.
Frá íslandi komu 800 konur, en alls
tóku þátt 10.000 konur alls staðar að
frá Norðurlöndum. Þingið tókst fádæma
vel og mikil umræða átti sér stað í kjöi-
farið um stöðu kvenna og jafnréttismál.
í Ijósi þessa hefur Norræna ráöherra-
nefndin og Norðurlandaráö ákveöiö að
blása til sóknar á ný og boða til nor-
ræns kvennaþings í Ábo í Finnlandi,
dagana 1.-6. ágúst 1994. Yfirskrift
þingsins verður Líf og störf kvenna -
hamingja og frelsi. Þetta þing er stærsta
verkefni Norðurlandaráðs til þessa en
13,5 milljónum danskra króna er varið
til undirbúnings og er ætlunin aö það
verði ekki minna í sniðum en það fyrra.
Á Nordisk Forum '94 eru allir vel-
komnir; einstaklingar, konurfrá grasrót-
arsamtökum, kvennasamtökum, kvenna-
hópum, skólum, stéttarfélögum, at-
vinnurekendur og svo mætti lengi telja.
Karlmenn sem vilja vinna aö jafnréttis-
málum eru auðfúsugestir, því eins og
allir vita er jafnrétti kynjanna ekkert
einkamál kvenna! Einnig veröur leitast
við að höföa til ungra kvenna meö því
að hvetja þær til þátttöku á eigin for-
sendum. Barnagæsla veröur í boði og
verður þess gætt að barnfóstrur frá öll-
um tungumálasvæðum verði til staðar.
Þá verður þess gætt að góö aðstaða
fyrir fatlaða verði á mótssvæðinu.
Nú fer aö verða tímabært aö huga að
Frá því Norræna jafnlaunaverkefniö
hóf göngu sína hér á landi árið 1990
hefur verkefnisstjóri þess haft aösetur
á skrifstofu Jafnréttisráðs, nú Skrif-
stofu jafnréttismála. Verkefnið haföi
hins vegar sína sérstöku stjórn.
Ástæða þess var að þegar verkefnið
hóf göngu sína fjallaði Jafnréttisráö um
kærur vegna meintra brota á lögunum.
Það hlutverk þótti ósamrýmanlegt verk-
efninu, sem m.a. hefur þaö hlutverk að
fjölga kærum vegna launamisréttis.
Með setningu nýrra jafnréttislaga vorið
1991 er lögfest sérstök kærunefnd jafn-
réttismála en hún fjallar um kærur
vegna meintra brota á lögunum. Það
framlagi íslands til Nordisk Forum '94.
Það getur verið af ýmsum toga, fyrir-
lestrar, listsýningar, tónlist, vídeó, kvik-
myndir, ráðstefnur, smiðjur og svo
mætti lengi telja. Samvinna við sam-
bærilega hópa á Norðurlöndum er afar
æskileg. Með því móti er auðveldara að
fá styrki úr samnorrænum sjóðum, auk
þess sem það getur gefið efni meira
vægi og fyllingu. Frestur til að tilkynna
þátttöku er 1. maí 1994, en fyrir þær
sem ætla að vera með dagskráratriði er
fresturinn til 1. febrúar 1994.
íþróttir skipa veglegan sess í dag-
skránni og verður leikfimi og heilsu-
bótarskokk á hverjum degi. Noröur-
landakeppni í knattspyrnu verður haldin
meðan á þinginu stendur og einnig fer
fram róörarkeppni á Aura ánni sem
rennur í gegnum Ábo. íslenskar valkyrj-
ur eru beðnar um að hugleiða hvort
ekki megi koma saman róðrarliði sem
keppa myndi fyrir Islands hönd. Munið
að vilji er allt sem þarf!
Skrifstofa undirbúningsnefndar Nord-
isk Forum '94 er til húsa á Skrifstofu
jafnréttismála, Laugavegi 13, Reykja-
vík, símar 91-27420/91-27065. Fulltrú-
ar í undirbúningsnefnd koma fúslega á
fundi og mannamót til skrafs og ráða-
gerða sé þess óskað. Þeir munu leita
allra leiða tii að halda þátttökukostnaði
í lágmarki og standa nú yfir samninga-
viðræður viö Flugleiöir um hagstæð far-
gjöld.
þótti því ekki nauðsyn lengur að verk-
efnið hefði sérstaka verkefnisstjórn og
baðst hún því lausnar nú í byrjun þessa
árs. í framhaldi af því ákvað félags-
málaráöherra aö Jafnréttisráð hefði um-
sjón með verkefninu.
Hildur Jónsdóttir, sem verið hefur
verkefnisstjóri allt frá upphafi, hefur nú
látið af störfum. Þegar þessi orð eru
sett á blað hefur ráöning nýs verkefnis-
stjóra ekki fariö fram en hennar er að
vænta innan skamms. Við samstarfs-
konur Hildar á Skrifstofu jafnréttismála
þökkum henni gott samstarf og óskum
henni alls velfarnaöar á nýjum starfs-
vettvangi.
Til hamingju,
Guðríður
Nýr ráðuneytisstjóri er kominn til
starfa í Menntamálaráðuneytinu, kona
að nafni Guðríður Sigurðardóttir. Guð-
ríður er önnur konan sem hlýtur em-
bætti ráðuneytisstjóra og sýnir svo ekki
verður um villst sókn kvenna inn í
æöstu stöður í stjórnsýslunni. Okkur á
Skrifstofu jafnréttismála og fulltrúum í
Jafnréttisráði þykir því vel við hæfi að
nota þetta tækifæri og óska nýskipuð-
um ráðuneytisstjóra alls velfarnaðar á
hinum nýja starfsvettvangi.
Lögin um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla gera ráð fyrir samráði
milli Menntamálaráöuneytisins og Jafn-
réttisráös um aögerðirtil aöjafna stöðu
kynja á öllum skólastigum og rannsókn-
ir á því sviöi. Samstarfið við ráöuneytið
hefur ætíð veriö gott þótt stundum hafi
það kannski mátt vera meira. Kona í
stóli ráðuneytisstjóra verður að minnsta
kosti ekki til aö draga úr vilja og skiln-
ingi sem rfkt hafa á þeim bæ.
Til færri
fiska metnar
Norræna jafnlaunaverkefnið og Ríkis-
útvarp-sjónvarp unnu í sameiningu sjón-
varpsþáttinn „Til færri fiska metnar".
Þátturinn var á dagskrá í lok nóvember
1992. Þarvarfjallaö um launamun kynj-
anna og þær aðferöir sem hægt er að
beita til að draga úr launamisréttinu. Þá
var fjallað um jafnréttislögin og hvernig
hægt er að kæra launamisrétti. Þáttur-
inn er til á myndbandi sem hægt er að
fá lánaö á bókasafni Skrifstofu jafnrétt-
ismála, Laugavegi 13. Viö hvetjum fé-
lagasamtök jafnt sem einstaklinga til
að nýta sér þetta efni til fræðslu og
upplýsinga og sem grundvöll umræðna
um launamisrétti sem má rekja til kyn-
feröis einstaklinga.
Norræna jafnlaunaverkefnið
undir stjórn Jafnréttisráðs