19. júní


19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 30

19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 30
30 1. TBL.1993 og í lokin flutti Sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir hugvekju. Erindaflokkar um jafn- réttismál og um stöðu kvenna í Evrópu Sjálfur landsfundurinn var svo í Gerðu- bergi föstudaginn 25. og laugardaginn 26. sept. Auk venjubundinna landsfundar- starfa voru fluttir tveir erindaflokkar. Á föstudaginn voru flutt erindi um stöðu og möguleika kvenna í sameinaðri Evrópu. Fengnir voru fyrirlesarar með sérstaka þekkingu á því Evrópusamstarfi sem nú er í mótun. Umræður urðu líflegar og fengu fyrirlesarar margar spurningar frá fundar- gestum, sem sýndist að vonum sitt hverj- um um hag og hættur af nánara samstarfi íslands og Evrópu. Á laugardag voru flutt erindi undir yfirskriftinni Jafnréttisbarátta á tímamótum. Einnig þar voru miklar um- ræður og var þingheimur á einu máli um að þótt margt hefði áunnist í jafnréttismál- um á æviskeiði KRFÍ væri enn langt að markinu. Á samdráttartímum, sem nú, væri sérstaklega mikilvægt að huga að jafn- réttismálum. 19. Júní Reglugerð fyrir blaðið 19. júní var breytt. Hin nýja reglugerð veitir stjórninni svigrúm til að gefa blaðið út oftar en árlega og sjáum við þá breytingu nú í fram- kvæmd. IJliA lil bíika I lok fundarins var aldarafmælis Sigríðar J. Magnússon minnst með erindi sem Björg Einarsdóttir flutti um ævi hennar og störf í þágu kvenréttindabaráttunnar bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi. Þá flutti Sigríður Erlendsdótdr ágrip af sögu KRFÍ, en hún er nú að rita sögu félagsins eins og mörgum mun kunnugt. Slyrkur frá IY1IYIK Á landsfundinum afhenti formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Hjördís Þorsteinsdóttir, félaginu eitt hundrað þúsund krónur til styrktar sögu- ritun félagsins. Forscli íslands hcimsóllur og fc- lagsmálaráðherra Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, bauð landsfundargestum til Bessa- staða í lok fyrri ráðstefnudagsins og í þing- lok tók félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, á mód þinggestum í Borgartúni 6. Fundir í vetur Auk þess sem hér hefur verið nefnt má geta nokkurra mjög áhugaverðra funda sem félagið hefur staðið fyrir eða tekið þátt í að halda. iMilcndur oflicldis of> réttarkerdð Ásamt mörgum öðrum kvennasamtök- um og verkalýðshreyfmgunni stóð KRFÍ að fundi í desember um meðferð mála í réttarkerfinu vegna ofbeldis gegn konum. Þótt fundurinn væri haldinn á miðri jóla- föstu, þegar fáir gefa sér tíma til að líta upp úr undirbúningi hátíðarinnar, var hann vel sóttur. Þar sátu fyrir svörum þeir Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, Bogi Nilson, rannsóknalögreglu- stjóri ríkisins, Böðvar Bragason, lögreglu- stjóri í Reykjavík og Hallvarður Einvarðs- son, ríkissaksóknari. Hansína B. Einars- dóttir, afbrotafræðingur, flutti inngangserindi og Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður, stjórnaði umræðum. Fundurinn var liður í alþjóðaátaki til að vekja athygli á því að ofbeldi gegn konum eru mannréttindabrot. Voru aðgerðir sam- tímis í mörgum löndum. Hluti átaksins var undirskriftasöfnun til að skora á Sam- einuðu þjóðirnar að taka ofbeldi gegn kon- um upp sem lið á ráðstefnu um mannrétt- indabrot, sem haldin verður á vegum þeirra, í júní. Hvernig vegnar konum í tæknistörfum? Um miðjan janúar var efnt til rabbfund- ar með konum verkfræðinámi og konum í röðum verkfræðinga og tæknifræðinga. Hátt í þrjátíu konur komu á fundinn og áttu þær líflegar umræður og miðluðu hver annarri af reynslu sinni við störf og nám í þessum hefðbundnu karlagreinum. Ekki var annað að heyra en konur yndu vel hag sínum á tæknisviðinu. Fjíirri lilýju lijónasaMigur Laugardagsmorguninn 30. janúar ræddi Inga Huld Hákonardóttir um nýju bókina sína, Fjarri hlýju hjónasængur, sem kom út fyrir jólin. Þessi bók er afar athyglisverð umfjöllun um réttindi kvenna og viðhorf samfélagsins til þeirra á liðnum öldum. Bókin er sannarlega „öðruvísi Islandssaga" en það er einmitt undirtitill hennar. Yfir fjörutíu konur komu til að hlusta á Ingu Huld og ræða um stöðu kvenna, réttindi þeirra og réttleysi á liðnum öldum. Slríðsglæpuiii gcgn koniim mótmælt Um miðjan febrúar efndu íslenskar kon- ur, í samvinnu við kvennasamtök víða í heiminum, til mótmæla við það skipulagða ofbeldi sem konur í Bosníu-Hersegovínu og fleiri landsvæðum fyrrverandi Júgósla- vfu eru beittar. KRFÍ var aðili að þeim að- gerðum. í Reykjavík safnaðist fólk á Aust- urvöll stutta stund til þögullar mótmæla- stöðu. Forsætisráðherra var afhent mótmælaskjal og gengið var til Dómkirkju til bænastundar með sr. Auði Eir Vil- hjálmsdóttur. Víða voru ljós látin loga í gluggum á þessum tíma. Starfshópar Nokkrir hópar starfa nú innan KRFÍ. Nefna má þinghóp, sem hefur það verkefni að líta yfir mál á Alþingi m.t.t. þess hvort þau snerta starfsvið félagsins. Einnig eru starfandi leshópur, útbreiðslu- og kynning- arhópur og starfshópur sem vinnur að undirbúningi að fjölskylduári Sameinuðu þjóðanna. Námskeið Nokkur námskeið hafa verið skipulögð í vetur. Nýlega var haldið námskeið í sögu KRFÍ og kvennabaráttu á íslandi. Leið- beinandi var Sigríður Erlendsdóttir Önnur námskeið sem í boði eru: Óvígð sanilinð Markmið: Að kynna réttindi og skyldur

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.