Sólskin - 01.07.1937, Page 7

Sólskin - 01.07.1937, Page 7
þó sólskinið, sem veldur því, að þessir tindar sýnast sólroðnir. Þór: Hvað er það þá? Finna: Það er liturinn á bergtegundinni, sem þessir tindar eru myndaðir úr. Hún heitir líparít. Þór: Líparít hlýtur að vera einkennileg og fögur bergtegund og ólík grágrýtinu, sem er hér í Öskjuhlíðinni og holtunum í kringum bæinn. Hvernig er líparít á litinn? Finna: Það er mjög margbreytilegt að útliti. Oftast gráleitt eða gulleitt, stundum rauðleitt og oft með mislitum blettum eða rákum. Teitur: Ég vil safna líparítsteinum. Finna: Það ættir þú að gera. Það er gaman að eiga steinasafn. Þór: Hvað heita hvössu líparíttindarnir ? Finna: Þeir heita Móskarðshnjúkar. En fyrir austan þá sjái þið kúpumyndað fell. Það er S k á 1 a. f e 11. Knattspyrnuf élag Reykjavíkur á þar skíðaskála. Stóra skarðið fyrir vestan Skálafell heitir Svínaskarð. Ása: Hvað ætli Esjan sé há? Finna: Hún er rúmlega 900 metrar, þar sem hún er hæst. Það er skammt fyrir vestan Mó- skarðshnjúkana, og heitir þar H á t i n d u r. 5

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.