Sólskin - 01.07.1937, Page 46

Sólskin - 01.07.1937, Page 46
sennilega staðið vestan við mitt Aðalstrætú Gata hefir þá líklega legið frá honum til sjáv- ar, þar sem Aðalstræti er nú. Aðalstræti er því, að öllum líkindum, elsta gata Reykjávík- ur og elsta gatan á íslandi. Ósk: Var svo strax farið að byggja fleiri hús? Finna: Nei, Reykjavík var í mörg hundruð ár bóndabær, líkur öðrum sveitabæjum á landinu. Ósk: Hve nær var þá farið að byggja meira? Finna: Það var ekki fyrr en um 900 árum síð- ar, eða eftir miðja 18. öld, þegar hinn ágæti afburðamaður, Skúli Magnússon landfógeti, reisti hér verksmiðjur sínar. Hann lagði grund- völlinn að Reykjavíkurkaupstað. Hann var stór- brotið mikilmenni, sem skapaði ný viðfangs- efni, og var langt á undan samtíð sinni. — Reykjavík fékk síðar kaupstaðarréttindi og frjálsa verslun. Alþingi og fleiri menningar- stofnanir voru fluttar hingað eða reistar hér. Reykjavík stækkaði þannig smám saman, og hefir nú um langt skeið verið miðstöð menn- ingar, viðskipta og framfara í landinu. Asa: Hvað búa margir í Reykjavík? Finna: Meira en þriðjungur allra íslendinga, eða um 35 þúsundir manna. Teitur: Hérna á þessu eina nesi? Finna: Já, og aðeins á nokkrum hluta þess. 44

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.