Sólskin - 01.07.1937, Page 84

Sólskin - 01.07.1937, Page 84
vart við veggjalýs eða kakalaka í íbúð sinni? Finna: Því ber að tilkynna það heilbrigðisfull- trúa, og sér hann um, að íbúðin verði hreinsuð. Ósk: Hafa veggjalýsnar tennur, til þess að bíta með? Finna: Nei, þær hafa ekki tennur, því að þær bíta ekki, fremur en flær og lýs, þó það sé enn í dag kallað svo. Þær hafa sograna, sem þær stinga inn í húðina og sjúga blóð með honum, þangað til þær eru úttroðnar eins og blöðrur. Það er að segja, ef þær fá að vera í friði. Teitur: Geta þær ekki verið matarlausar lengi,. fyrst þær eta svona mikið í einu? Finna: Jú, þær þola að svelta. í marga mánuði, einkum ef kalt er. Ása: Hvar eru veggjalýsnar á daginn? Finna: Þær eru í rifum á þiljum, eða bak við veggfóður eða myndir. En þegar allt er kyrrt og hljótt á nóttunni, leita þær uppi f ólk í svefni, til þess að sjúga úr því blóð. Ása: Geta þær flogið? Finna: Nei, þær hafa enga vængi, og verða því að láta sér nægja það, sem þær komast áfram skríðandi. Ása: Þá er ekki annað en að hafa rúmin fram á miðju gólfi. Finna: Ónei, ekki gagnar það, því að þá skríða 82

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.