Sólskin - 01.07.1947, Side 15

Sólskin - 01.07.1947, Side 15
En Benna tókst ekki að hræða systur sína. Hún hélt fast utan um flöskuna og vildi ekki sleppa henni. „Þetta er bara vitleysa“, sagði hún svo. „Flaskan er alveg hrein. Og það er áreiðan- lega eitthvað í henni. Líttu á litla hylkið, sem hringlar innan í henni. Við skulum strax hlaupa heim og biðja pabba að opna hana“, Benni var nú orðinn forvitinn. „Komdu þá. Við skulum flýta okkur“. Svo tóku þau á sprett. Þau komu móð og másandi inn í skrifstofuna til pabba síns. „Pabbi, pabbi“, kallaði Bára. „Við Benni fundum flösku. Rauða, fallega flösku. Sjáðu bara hvað hún er skrýtin. Og það hringlar eitt- hvað innan í henni“. „Svona, svona. Hvaða læti eru þetta í ykk- ur, elskurnar mínar? Er þessi flaska nokkuð öðruvísi en aðrar flöskur?“ „Já, pabbi. Það er ég viss um“, sagði Bára. „Viltu opna hana fyrir okkur“. Pabbi var hinn rólegasti og sagði: „Blessuð, verið þið ekki að flækjast með sjórekna flösku hérna inni í stofu“. En svo leit hann snögg- lega á flöskuna og sá að það var eitthvað í henni. 13

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.