Sólskin - 01.07.1947, Page 15

Sólskin - 01.07.1947, Page 15
En Benna tókst ekki að hræða systur sína. Hún hélt fast utan um flöskuna og vildi ekki sleppa henni. „Þetta er bara vitleysa“, sagði hún svo. „Flaskan er alveg hrein. Og það er áreiðan- lega eitthvað í henni. Líttu á litla hylkið, sem hringlar innan í henni. Við skulum strax hlaupa heim og biðja pabba að opna hana“, Benni var nú orðinn forvitinn. „Komdu þá. Við skulum flýta okkur“. Svo tóku þau á sprett. Þau komu móð og másandi inn í skrifstofuna til pabba síns. „Pabbi, pabbi“, kallaði Bára. „Við Benni fundum flösku. Rauða, fallega flösku. Sjáðu bara hvað hún er skrýtin. Og það hringlar eitt- hvað innan í henni“. „Svona, svona. Hvaða læti eru þetta í ykk- ur, elskurnar mínar? Er þessi flaska nokkuð öðruvísi en aðrar flöskur?“ „Já, pabbi. Það er ég viss um“, sagði Bára. „Viltu opna hana fyrir okkur“. Pabbi var hinn rólegasti og sagði: „Blessuð, verið þið ekki að flækjast með sjórekna flösku hérna inni í stofu“. En svo leit hann snögg- lega á flöskuna og sá að það var eitthvað í henni. 13

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.