Sólskin - 01.07.1947, Page 66

Sólskin - 01.07.1947, Page 66
Snati gamli var ekki alltaf eins og Bubbur vildi hafa hann. Einu sinni sem oftar var Bubbur litli úti á túni að leika sér og voru lambið, kisa og Snati gamli hjá honum. Bubbur tók hey og þóttist vera að binda sátur, eins og hann hafði séð pabba sinn gera. Hann hafði dýrin fyrir hesta, þau voru dálítið óstýrilát, einkum kisa, hún vildi vera í friði þar, sem vel færi um hana og hún gæti sleikt sólskinið, en það var nú það, sem Bubbur vildi ekki. Lambið lá jórtrandi hjá honum, en Snati var alltaf að reyna að strjúka frá þeim, en Bubbur kallaði alltaf í hann, þá sneri Snati til baka. Að lokum lagð- ist hann ósköp fýlulega fram á lappir sínar skammt frá Bubb. Bubbur batt nú tvær og tvær sátur saman og lagði þær svo yfir hrygginn á dýrunum. Hann byrjaði á því að láta upp á kisu, svo varð hann að hafa aðra hendina á henni, með- an hann lét upp á hin tvö, því annars var hún vís til að hlaupa af stað með sáturnar. Það lá ekkert sérlega vel á Snata gamla og sízt var hann upplagður til þess að fara að bera sátur. Til þess að láta Bubb vita þetta, glefsaði hann ósköp laust í hendina á honum. Bubbur rak 64

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.