Sólskin - 01.07.1947, Side 67

Sólskin - 01.07.1947, Side 67
upp óp og missti bæði kisu og sáturnar, sem áttu að fara á Snata. Nú var einn hesturinn sloppinn, það var kisa, sem hljóp nú allt hvað af tók upp tún, sáturnar köstuðust af hryggn- um á henni. Nú hófst eltingaleikur. Bubbur skildi við Snata og lambið og hljóp lafmóður og másandi á eftir kisu. Kisa litla hélt áfram og beina leið upp á fjárhúsmæninn, þar þótt- ist hún óhult fyrir Bubb. En hann var nú hvergi smeykur við að ldifra upp á húsið, en samt hikaði hann dálítið, mamma hans var nefnilega búin að banna honum að klifra upp á húsin, en löngunin til þess að ná kisu varð yfirsterkari. Hann var ekki lengi upp á húsið. Kisa var nú orðin svo spök, að hægðarleikur var að ná henni. Hann tók hana í fangið og renndi sér svo niður af húsinu. Sigri hrósandi lagði hann af stað með kisu í fanginu áleiðis til Snata og lambsins. Það var allt annað en skemmtilegt að koma þar, Snati var farinn heim að bæ, en lambið var að éta sáturnar, sem áttu að fara á Snata. Bubbur varð að láta sér lynda að hætta við heyvinnuna að svo komnu. Það hafði verið fært frá kindunum um vor- ið. Það þótti Bubb ósköp leiðinlegt, því að litlu Sólskin — 5 65

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.