Sólskin - 01.07.1967, Page 5

Sólskin - 01.07.1967, Page 5
Vakna barn! Til verka kveður vorið, sem að alla gleður, vekur, lífgar, svalar, seður, sviptir vetrar hörmum braut, klœðir sveit í sumarskraut. Nú er úti indœlt veður, allir fuglar kvaka, yfir tjörnum ólftir vœngjum blaka. Líttu upp til hárra hlíða, horfðu út á sœinn víða, sjáðu engið, fjallið fríða, fossa, vötn og gróin tún, loftið gyllir geislarún. Finnst þér ekki flestallt prýða fósturjörðu þína? Sumargull í sólarljósi skína. Gaman er að vaka og vinna, verkin þörf af hendi inna, vel að lýð og landi hlynna, leiða prýði yfir sveit, margan kalinn rœkta reit. Reyndu gœfugull að spinna úr gœðum lands og sjóar. Iðnir finna yndisstundir nógar. 3

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.