Sólskin - 01.07.1967, Page 17

Sólskin - 01.07.1967, Page 17
flytja til fjalla á hverju sumri til þess að hrein- dýrin geti bitið safaríku fjallajurtirnar. Þá verð- ur mjólk hreinkúnna feit og góð, úr henni er búinn til ágœtur ostur. SÖGUR AITU GÖMLU Langt, langt í norðri er Saviofjallið. Margar sögur eru um það fjall. Sam hlustaði, þegar amma sagði frá. Á tindi fjallsins bjó Savio sjálfur. Hann var góður og auðugur og átti marga fagra hluti. í hlíðum fjallsins voru grœnir hagar. Þar voru á beit hvítir hreinar Savios. Horn þeirra voru úr gulli. Uppi á fjallinu voru lítil stöðuvötn. Þau eru full af kynlegum, fögrum fiskum úr silfri. Og amma Aita sagði frá því, að hinn góði Saivo gœfi af auðœfum sínum, öllum, sem gœtu komizt upp til hans. Þá sagði Sam: — Nú er ég að verða stór og fer að ganga í skóla. Þá œtla ég að fara upp til Savios og sœkja nokkra hvíta hreina og silfurfiska. — — Það er nú ekki svo auðvelt skal ég segja 15

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.