Sólskin - 01.07.1967, Page 18

Sólskin - 01.07.1967, Page 18
þér, — sagði amma Aita. — Áður en þú kem- ur í ríki Savios, verður þú að fara fram hjá Klettatröllinu, sem býr uppi í fjallinu. Nú eru ekki nema fá tröll í Lapplandi. Klettatröllið er eitt þeirra. Þessi tröllkarl er einn sá grimmasti í landinu, og hann getur gleypt þig í einum munnbita. — — Ég mundi taka með mér mikið af mat handa Klettatröllinu, — sagði Sam, — þá mun það sleppa mér fram hjá sér. — — Getur verið, — sagði amma Aita. — Nokkru hœrra uppi býr Vindatröllið, sem rœð- úr yfir hinum fjórum vindum. Ef hann er í vondu skapi, getur hann blásið þig svo langt í burtu, að þú kemst aldrei heim aftur. — — Ég skal gœta þess að velja dag, þegar Vindatröllið sefur, og hann hefur lœst alla vind- ana inni. — — Verið getur að það heppnist, — sagði amma Aita. — Ennþá lengra burtu munt þú hitta Dýratröllið, sem rœður yfir öllum villidýr- unum í Lapplandi, og þá mœtir þú kannski úlfum, björnum, gaupum og jörfum. — Þegar amma Aita hafði sagt Sam frá öllum þeim hœttum, sem voru á veginum til ríkis 16

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.