Sólskin - 01.07.1967, Page 32

Sólskin - 01.07.1967, Page 32
ur á steini í nánd við innsta klettinn. Hann er stúrinn í bragði, og styður hönd undir kinn. — Rustikus kemur inn frá vinstri, hvers- dagslega búinn og gustmikill nokkuð). Rustikus (hastur): Hvað er að sjá þig, strákur? Fúsi (kjökrandi): Mamma er veik. Rustikus (háðslega): O-jœja, tötrið. Skœldu þá svo að henni batni. Fúsi (reiðilega): Þú ert vondur. Farðu. Rustikus (glottandi): O-nokkuso-o. (Ákveðið): Ekki á ég sök á að mamma þín er veik. En það er svo sem velkomið, að ég segi þér hverjum það er að kenna. Fúsi (fyrirlitlega): Hu. Sá held ég viti nú dálítið um það. Rustikus (alvarlega): Jú, ég veit það. Það er þér að kenna, og engum nema þér. Fúsi (þrjózkulega): Það er lygi. Rustikus (undirfurðul.): Það er sagt, að óþekk börn gangi móður sína niður í gröfina. Fúsi (rekur út úr sér tunguna): Bö-ö. Rustikus: Þess arna þurfti ekki með. Ég vissi fyrir löngu, að tungan í þér gœti ekki verið svartari, þótt þú hefðir aldrei látið annað 30

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.