Sólskin - 01.07.1967, Page 40
Grœnkápa (kemur út úr klettinum, með þykka
yfirhöfn, alúðlega): Þér er kalt uaminginn.
Komdu inn til mín sem snöggvast, svo að
þér hlýni.
Fúsi (hristir höfuðið neitandi): Ég má ekki fara
héðan.
Grœnkápa: En þetta er hérna rétt hjá.
Fúsi: Það stendur á sama. Ég fer ekki fet.
Grœnkápa: Farðu þá í þessa kápu, hún er hlý.
Fúsi: Þakka yður fyrir, en ég má ómögulega
vera að því. Ég verð að Ijúka við ákveðið
verk fyrir dögun. (Grúfir yfir rúnirnar).
Grœnkápa (snúðugt, um leið og hún fer): Það
er svo sem ekki aldeilis tyllt í þig þrákelkn-
inni. — (Þögn).
Fúsi (stynur): Ó, hvað ég er svangur.
Nokkkrar telpur (koma syngjandi inn, og stíga
dans undir söngnum. Jafnframt gantast þœr
til við Fúsa á ýmsan hátt, bjóða honum mat
og sœlgœti, svo og í dansinn með sér, og
reyna á allan hátt að fá hann til við sig. En
hann lœtur sem hann hvorki sjái þœr né
heyri, og heldur áfram að fást við rúnirnar.
Telpurnar, allar í kór, um leið og þœr fara);
Þetta er skrítinn náungi. (Þögn).
38