Sólskin - 01.07.1967, Page 42

Sólskin - 01.07.1967, Page 42
Ærir þá, sem elta hvað þeir sjá. Tökum á, tökum á. Trufla má oss enginn. Langar litla drenginn leiksystur að fá. Konungshjón álfanna (koma í það mund sem söngurinn hefst, út úr einum klettinum, og staðnœmast utarlega á sviðinu til vinstri. Litlu síðar koma sömu leið sex hirðmeyjar syngjandi, og stíga þœr dans, undir söngn- um, umhverfis Fúsa. Er þœr hafa tvítekið síðari hluta erindisins, hœtta þœr dansinum. En Fúsi fœst við rúnirnar, og gefur sig ekkert að því, sem fram fer). Álfakóngurinn (bendir á Fúsa): Þar er snotur leikbróðir, Lobbur mínar. Látið nú sjá, hve slyngar þið eruð að hylla unga sveina. Hirðmeyjarnar (skipa sér vinstra megin á svið- inu. Á þœr fellur skœr birta og allar brosa þœr til Fúsa). Álfakóngurinn (til Fúsa): Þar sér þú gœfu þína álengdar, ungur sveinn, og er þér valið frjálst. Fúsi (við sjálfan sig): Þetta hlýtur að vera rétt. 40

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.